fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Ólafur Þór er geðlæknir til 30 ára: „Það er ekkert sem ég er eins hræddur við og kannabisefnin“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að vinna í 30 ár sem geðlæknir og það er ekkert sem ég er eins hræddur við og kannabisefnin. Fólk veikist af þunglyndi og kvíða og það er hægt að leysa þá hluti en kannabisafleiðingarnar eru skelfilegar.“

Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Ólafur var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem niðurstöður nýrrar rannsóknar um afstöðu íslenskra unglinga til kannabisneyslu voru til umfjöllunar. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að unglingar í dag séu mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en áður. Um er að ræða rannsókn sem lögð hefur verið fyrir fimmtán ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá 1995.

Fleiri telja kannabis skaðlaust

Að því er fram kemur í Fréttablaðinu töldu 1,9 prósent 15 ára unglinga hér á landi árið 1995 að engin eða lítil áhætta fylgdi regulegri kannabisneyslu. Árið 2015, síðast þegar rannsóknin var lögð fram, hafði hlutfallið hækkað í 10,7 prósent. Þá hefur þeim fækkað sem telja miklu hættu stafa af kannabisreykingum.

Ólafur segist hafa áhyggjur af þessari þróun sem ef til vill sé til marks um normalíseringu kannabisefna. Hann segir að öll fræði bendi til þess að kannabisefni séu skaðleg.

Eykur sjúkdómshættuna

„Það sem kannabis gerir við heilann, án þess að valda veikindum endilega, þá minnkar það einbeitingu og dómgreind og stuðlar þannig að samskiptatruflunum og minnkuðu álagsþoli og námserfiðleikum,“ sagði Ólafur í Bítinu og bætti við að neysla kannabisefna auki einnig líkur á geðrænum sjúkdómum hjá ungu fólki. „Og eykur hreinlega sjúkdómshættuna, getur espað upp sjúkdóma sem annars kæmu ekki fram sem oft eru mjög alvarlegir.“

Ólafur segir algengt að fólk fái kvíða og depurð í kjölfar neyslu. „Flest af því er læknanlegt ef fólk hættir í neyslunni, en þó ekki allt. Það sem maður er hræddur við er það að það triggeri sjúkdóma eins og geðklofa sem er ekki auðvelt að snúa út úr ef fólk er komið inn í þau veikindi. Það eru mjög góðar rannsóknir sem sýna þetta og það er vitnað í það í þessari umfjöllun í blaðinu. Líka sjúkdómar eins og geðhvörf sem líka flokkast sem alvarlegir sjúkdómar og athyglisbrestur. Þetta versnar mjög mikið í neyslu,“ sagði Ólafur.

Eðlilegt að fá sér jónu?

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ársæl Má Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ársæll og Ólafur virðast sammála um það að viðhorf ungmenna til notkunar kannabisefna mótist af því sem þau sjá í kringum sig.

„Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll við Fréttablaðið.

Ólafur benti á það í Bítinu að hundruð einstaklinga leiti sér aðstoðar á Vogi ár hvert vegna kannabisneyslu. „Þetta eru mjög sláandi upplýsingar,“ sagði hann og bætti við að þessi skilaboð þyrftu að komast til ungmenna. „Það þarf að fræða krakkana um hvað þetta er hættulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“