Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að breyta þurfi salnum vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Skipt verður um borð og nýtt fundaumsjónarkerfi sett upp. Einnig er viðhaldi sinnt en kostnaður við það er áætlaður 22 milljónir. Verið er að smíða ný borð sem kosta 28 milljónir og fundaumsjónarkerfið kostar 34 milljónir.