fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Brynjar Níelsson fordæmir umfjöllun um kynferðisbrot Kjartans leikara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leiklistarneminn, Vilhelm Neto, er í harðri keppni við Pírata um réttlætis-og siðferðisverðlaun ársins. Honum finnst fullkomlega eðlilegt og siðferðilega rétt að leikarinn, Kjartan Guðjónsson, megi hvergi starfa til að hafa ofan í sig og á, þar sem hann hafi fengið 15 mánaða fangelsisdóm fyrir tæpum 30 árum. Nú er bara að vona að Vilhelm Neto misstigi sig aldrei á hálri braut réttvísinnar svo hann þurfi ekki að eyða lífinu allslaus á framfæri skattgreiðenda,“ skrifar Brynjar Níelsson þingmaður í harðorðum pistli á Facebook vegna umfjöllunar um kynferðisbrot Kjartans Guðjónssonar leikara.

Forsagan er sú að Vilhelm Neto leiklistarnemi vakti athygli á gömlum dómi yfir Kjartani Guðjónssyni sem árið 1989 var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun. Eins og DV greindi frá í frétt í gær leiddi þessi uppljóstrun til þess að SS hefur hætt birtingum á vinsælum pylsuauglýsingum með Kjartani í aðalhlutverki.

Brynjari blöskrar framganga Vilhelms og leggur til að tekin verði upp kristnifræðikennsla í leiklistarskólanum:

„Svo legg ég til að leiklistarbrautin taki upp kennslu í kristinfræðum til að kynna nemum mikilvægi kærleikans og fyrirgefningarinnar í mannlegu samfélagi. Einnig mætti splæsa í einn kúrs fyrir þingflokk Pírata.“

Tekið skal fram að í sinni ádeilu nafngreindi Vilhelm aldrei Kjartan Guðjónsson en hann var nafngreindur í frétt DV um málið.

Vegna mikils áreitis í kjölfar fréttar DV hefur Vilhelm Neto ákveðið að loka Twitter-reikningi sínum. Hann skrifar: „Sæl, ætla að loka accountin minn í stuttan tíma vegna áreiti sem ég er búinn að fá vegna DV“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“