fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Steingrímur átti ekki hugmyndina að bjóða Piu: „Ég er aldeilis enginn aðdáandi hennar skoðana“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 10:48

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard í Kaupmannahöfn í apríl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti ekki hugmyndina af því að bjóða Piu Kjærsgård á fullveldishátíðina á Þingvöllum í síðustu viku og er ekki aðdáandi skoðana hennar. Þetta kemur fram í svari Steingríms við opnu bréfi Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanns Bjartrar framtíðar, sem birtist á Vísi í gær.

Í grein sinni lýsti Nichole vonbrigðum sínum með hátíðina, sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í umræðunni síðustu dag. Sagði Nichole veru Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni á Þingvöllum hafi verið „eins og blaut tuska í andlit Íslendinga af erlendum uppruna sem hafa lagt sig fram um að læra íslenska tungu og menningu, greiða hér skatt og halda hagkerfi og efnahagslífi gangandi ásamt innfæddum.“

Nichole Leigh Mosty.

„Fullveldishátíðin á Þingvöllum átti líka að vera okkar hátíð,“ sagði Nichole og bætti við að Pia hafi náð völdum með því að „beita sér fyrir ómannúðlegri meðferð á fólki af holdi og blóði“ á sama tíma og Nichole hafi tapað sínu sæti á þingi „af því að ég mínir félagar í Bjartri framtíð tókum mannúð, siðferði og heiðarleika fram yfir völdin í #Höfumhátt byltingunni og ákváðum að samstarfi við stjórnmálaflokk sem beitti sér fyrir leyndarhyggju, væri lokið.“

Í svari Steingríms, sem barst stuttu eftir að bréf Nichole var birt, segir hann að Nichole sé saknað á þingi, að minnsta kosti af honum. Nichole fullyrti að það hefði verið Steingrímur sem hefði verið sá sem átti hugmyndina að bjóða Piu en því hafnar Steingrímur: „Það var ekki ég sem ákvað að bjóða forseta danska þingsins í ágúst í fyrra þegar sú hugmynd er fyrst kynnt í forsætisnefnd (þá gegndi Unnur Brá forsetaembættinu).“

Hann hafi þó verið á fundinum en ekki andmælt frekar en nokkur annar á fundi forsætisnefndar: „Eins og ég hef margoft reynt að benda á er það þeim forseta sem danska þingið hefur kosið sér sem var boðið, en ekki einstaklingi og þá þaðan af síður þeim einstaklingi vegna tiltekinna skoðana. Enda var það nú ekki endilega ljóst fyrir tæpu ári síðan hver myndi gegna embættinu þegar þar að kæmi (danska stjórnin ærið völt á fótunum og allt það).“

Steingrímur biðst undan því að teygður sé þráður á milli skoðana hennar sem stjórnmálamanns í Danmörku yfir á sínar stjórnmálaskoðanir: „Ég er aldeilis enginn aðdáandi hennar skoðana og hef aldrei verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi