fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Davíð Snær rekinn sem formaður vegna skrifa um kynjafræðslu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 17:59

Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snær Jónsson var í dag rekinn sem formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, af framkvæmdastjórn sambandsins. Ástæðan er skoðanapistill Davíðs sem birtist á vef Vísis þar sem hann segir kynjafræði vera pólitíska hugmyndafræðisem ætti ekki að vera skyldufag í framhaldsskólum.

„Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði,“ sagði Davíð Snær í grein sinni.

Samkvæmt fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar SÍF var Davíð bannað að birta greinina og er vísað í samþykkt framkvæmdastjórnar um að leyfi þurfi frá stjórn til að birta greinar: „Davíð Snær hefur ítrekað virt þessa samþykkt stjórnar að vettugi í greinaskrifum sínum, en síðan 17. janúar hefur hann aldrei fengið samþykki stjórnar til þess að birta grein undirritaða sem formaður félagsins. Því ber SÍF enga ábyrgð á innihaldi þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Segir framkvæmdastjórnin að ummælin í greininni vinni gegn tilgangi, markmiðum og stefnu SÍF og sé þar af leiðandi brot á lögum félagsins, vinnureglum stjórnar og siðareglum. „Vegna þessa og vegna samskiptaörðugleika eftir birtingu greinarinnar gaf meirihluti stjórnar Davíð Snæ kost á að segja af sér. Í stað þess að sjá sóma sinn í að segja af sér boðaði Davíð Snær til fundar tæpri viku seinna. En meirihluti framkvæmdastjórnar fordæmir þau brot á lögum og reglum SÍF og kærir sig ekki um að starfa lengur undir hans formennsku.“

Varaformaður félagsins, Einar Hrafn Árnason tekur við störfum formanns til loka aðalþings SÍF sem fer fram dagana 8. og 9. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns