fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ingólfur opnaði ruslagám við Krónuna og blöskraði: „Móðgun við fátækt fólk“

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Páll Matthíasson, umhverfissinni og leiðsögumaður opnaði í vikunni ruslagám við verslun Krónunnar. Honum blöskraði innihald gámsins en þar mátti sjá mikið af matvöru sem að sögn Ingólfs er í góðu lagi með. Hann birti í kjölfarið mynd innan úr gámnum á Facebook-síðu sinni en myndin sem sjá má hér að neðan hefur vakið töluverða athygli.

Ingólfur bendir á að þó svo að myndin sé tekin í ruslagámi við verslun Krónunnar þá sé sú verslun alls ekki sú eina sem stundar það að henda mat. „Það er samt hálf fyndið að sjá þetta við verslun sem státar sig að því að minnka matarsóun,“ segir Ingólfur en á vef Krónunnar segir að fyrirtækið leiti sífellt nýrra leiða til að minnka matarsóun.

Við leggjum áherslu á að sýna umhverfinu virðingu og leitum sífellt nýrra leiða við að minnka matarsóun og fækka vistsporum Íslendinga. Í verslunum Krónunnar bjóðum við upp á þroskað grænmeti, ávexti, útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta söludegi á lækkuðu verði í stað þess að vörum sé fargað,“ segir á vef Krónunnar.

Ingólfur segir að með þessu sé verið að móðga marga. „Þetta er móðgun við fátækt fólk, þetta er móðgun við afurðir bænda og þetta er mikil móðgun við umhverfið en eins og sjá má myndinni er plast utan um þetta allt,“ segir Ingólfur.

Við erum að verða á pari við mestu umhverfissóða heims og það virðast flestir vera með hausinn upp í rassgatinu á sér þegar kemur að þessum málum,“ segir Ingólfur sem biðlar til verslunareigenda að taka sér tak og fara að hugsa betur um umhverfið.

Færsla Ingólfs hefur vakið athygli

https://www.facebook.com/ingolfur.matthiasson/posts/10214422600431702

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“