fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Þetta er búið! Sumarið fór í frí og kemur ekki aftur – Dómsdagsspá veðurfræðinga – Rok og rigning í júlí

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 27. júní 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má eiginlega segja að íslenska sumarið sé komið í langt sumarfrí.“ Þetta segir Páll Bergþórsson, elsti veðurfræðingur landsins. Hann og fleiri veðurfræðingar segja í samtali við DV að veðrið eigi eftir að versna og spá þeir aðeins rok og rigningu í júlí. Um hreina dómsdagspá er að ræða og vildi einn veðurfræðingur ekki koma fram undir nafni en það væri samdóma álit flestra veðurfræðinga að höfuðborgarbúar ættu ekki von á góðu. Var tóninn slíkur að mætti allt eins búast við því að það myndi rigna eld og brennisteini. Að flytja tíðindi af veðri er vanþakklátt starf og fá veðurfræðingar oft skömm í hattinn. Nú er staðan sú að veðurfræðingar óttast hreinlega að koma fram undir nafni og flytja Íslendingum fregnir af því veðurfari sem sé framundan.

Páll telur ólíklegt að komandi mánuður samanstandi af öðru en raka og úrkomu þó verði að öllum líkindum bjart og fallegt fyrir vestan með köflum. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands staðfestir að mestar líkur séu á rigningu og roki meirihluta júlí. Ferðahelgin mikla þann 6.-8. júlí, verður líklega mjög blaut þetta árið.

Haraldur segir að helst megi baða sig í sól á Austurlandi. Veðurfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni segir útlitið ömurlegt.

„Þetta lítur alls ekki vel út en ég vona að sjálfsögðu að ég hafi rangt fyrir mér,“ segir veðurfræðingurinn nafnlausi og bendir á að sú eina sól sem hefur skinið á höfuðborgarsvæðinu í sumar er íslenska landsliðið í knattspyrnu. Nú er því sólskini lokið eftir tap gegn Króatíu. Fram undan er rok og rigning, ömurlegt veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar