fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Sindri strokufangi: „Active 23 minutes ago“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í gær til Svíþjóðar fór á Facebook-síðu sína í hádeginu. DV hefur rætt við sameiginlegan vin hans sem segir að hann hafi verið: „active 23 minutes ago“, um klukkan eitt á íslenskum tíma. Sindri virðist hafa notað tækifærið til að eyða Facebook-síðu sinni.

Sindri Þór var í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að þjófnaði á 600 tölvum sem og innbrotum. Sindri Þór var vistaður á Sogni, sem er opið fangelsi og flúði þaðan til Svíþjóðar. Hefur verið sett spurningarmerki við það að fangi í gæsluvarðhaldi hafi verið vistaður í opnu rými. Sjö klukkutímar liðu frá því að hann fór út um glugga á Sogni þangað til flóttinn uppgötvaðist. Sindri Þór var lentur á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi áður en byrjað var að athuga hvort hann gæti hafa komist úr landi en hann flaug í sömu vél og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Flugmiðinn sem Sindri notaði var á öðru nafni en hans eigin. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það sé ekkert sem bendi til þess að Sindri hafa notað skilríki til að komast úr landi.

Páll Winkel gaf þó annað í skyn í Kastljósi í gær þegar gengið var á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi