Fáir ná að herma eftir gömlu konum betur en Jón Gnarr og hefur hann eflaust blekkt suma hlustendur Útvarp Sögu í morgun. Hann hringdi í símatíma stöðvarinnar rétt fyrir hádegi og þóttist vera gömul kona sem hafði það bara gott á ellilífeyri sínum. Elísa skildi einfaldlega ekki yfir hverju aðrir eldri borgarar væru að kvarta.
Hlusta má á samtalið hér fyrir neðan en það var Pétur Gunnlaugsson sem ræddi við Jón/Elísu. Arnþrúður Karlsdóttir sá hins vegar í gegnum þetta sprell, enda fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, en tók þó vel í grínið.
„Ég lifi bara ágætis lífi. Ég skil ekki allt þetta fólk, hvernig lifir það fólk?,“ sagði Jón meðal annars.
„Ég þekkti kauða alveg strax ,“ segir Arnþrúður á léttu nótunum í samtali við DV. Þá sagði Arnþrúður í þættinum að hún vildi að Jón myndi hafa sem oftast samband. Einnig lýsti hún yfir ánægju með frammistöðu Jóns í Fóstbræðrum.
Uppfært: Jón Gnarr hefur nú svarið af sér Elísu en hann segir í samtali við Fréttablaðið:
,,Þetta var ekki ég. Ég get staðfest það. Ég veit það aðrir eru að gera svona svipað en þetta var ekki ég.“
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=URRyGRj-qiw&w=560&h=315]