Aðeins 35 ára að aldri – Lætur eftir sig 14 ára gamlan son
Þau hörmulegu tíðindi bárust í vikunni af Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er látinn. Stefán var fæddur þann 8. desember árið 1982 og var því aðeins 35 ára gamall þegar hann lést. Íslendingar eiga fjórtán stórmeistara í skák en Stefán er fyrsti þeirra sem sem fellur frá.
Óhætt er að fullyrða að hann er einn hæfileikaríkasti skákmaður sem Ísland hefur eignast. Á vef RÚV kemur fram að Stefán var í ólympíusveit Íslands frá 2000 til 2008, varð alþjóðlegur meistari 2002 og skákmeistari Reykjavíkur árin 2002 og 2006.
Stefán var ókvæntur en lætur eftir sig fjórtán ára gamlan son.