fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Eggert fær ekki ríkisborgararétt: „Skilaboðin frá íslenskum stjórnvöldum eru skýr – ég er ekki velkominn“

Fæddist á Íslandi – Flutti aftur heim fyrir 7 árum – Alþingi hafnaði beiðni um ríkisborgararétt

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Nielson er fæddur á Íslandi og hefur búið á landinu í sjö ár, þrátt fyrir það hefur hann ekki fengið íslenskan ríkisborgararétt. „Síðustu sjö á hef ég unnið í Grunnskólanum á Súðavík og af einhverjum ástæðum rennur dvalarleyfið mitt alltaf út á hverju ári. Á hverju ári þarf ég að sækja aftur um dvalarleyfi og vinna í að staðfesta að ég vinni mína vinnu og þéni nógu mikla peninga til að fá að vera hérna áfram. Þetta er alltaf sama ferlið á hverju einasta ári og er í gangi í þessum töluðu orðum,“ segir Eggert í samtali við DV. Eiginkona Eggerts, Michelle, starfar sem leiðsögumaður við góðan orðstír og tvítugur sonur þeirra starfar sem kokkur á Ísafirði.

Eggert kennir á gítar í tónlistardeild Grunnskólans á Súðavík.
Gítarleikari Eggert kennir á gítar í tónlistardeild Grunnskólans á Súðavík.

Mynd: Mynd úr einkasafni

Alltaf litið á sig sem Íslending

„Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík sumarið 1957. Móðir mín var íslensk en faðir minn var Dani. Systir mín fæddist á sama stað árið 1959. Það er líka búið að neita henni um ríkisborgararétt. Þeir segja að á þeim tíma hafi börn ekki fengið ríkisborgararétt móður heldur föður, það breyttist svo árið 1960. Þannig að ef ég hefði fæðst þremur árum síðar þá þyrftum við systkinin ekki að standa í þessu veseni. Ég hafði samband við dönsk yfirvöld en þeir sögðu mér að ég hefði þurft að sækja um ríkisborgararétt fyrir 22 ára aldur, ég hafði ekki hugmynd um það. Ég hef ekkert á móti Danmörku en ég hef bara alltaf litið á mig sem Íslending.“

Eggert og fjölskylda hans fluttu til Bandaríkjanna árið 1964 þegar hann var sjö ára. Faðir hans starfaði á Keflavíkurflugvelli og móðir hans sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Faðir hans fékk atvinnutilboð sem hann gat ekki hafnað og flutti fjölskyldan fyrst til New York, svo til Japan áður en þau fluttu aftur til Bandaríkjanna.

Eggert og eiginkona hans, Michelle, á góðri stund.
Menningarvitar Eggert og eiginkona hans, Michelle, á góðri stund.

Mynd: Mynd úr einkasafni

Þegar Eggert var tvítugur fór hann aftur til Íslands, þá til að heimsækja ömmu sína á afmælinu hennar: „Hún átti afmæli í nóvember og í 28 ár í röð heimsótti ég hana á afmælinu hennar. Það var dýrt og erfitt að fljúga til Íslands frá Bandaríkjunum fyrstu árin.“ Eggert vann af og til á Íslandi á þessum árum, en í Bandaríkjunum starfaði hann sem verktaki. „Ég vann meðal annars við að byggja kirkjuna í Reykholti og hjálpaði til við að hlaða steinunum umhverfis kirkjuna. Ég vann um tíma hjá Plastus hf. og hjá Garðaprýði í Mosfellsbæ.“

Virkur í menningarlífinu

„Ég hef alltaf verið að koma hingað og nú hef ég búið hérna í nokkur ár, ég trúi bara ekki að ég og systir mín fáum ekki ríkisborgararétt. Eins og ég sagði Útlendingastofnun, ég ákvað ekki að fara frá Íslandi, ég var bara sjö ára. Ég átti meira að segja kennitölu sem ég hef aldrei gleymt, sautján-þrettán-fjórtán-nítján.“

Frá því að Eggert flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni hefur hann unnið að því að finna rætur sínar. Hann hefur meðal annars borið kennsl á ómerktar grafir ættingja sinna og skráð niður sögu langafa síns sem var sjómaður sem fórst fyrir utan Stykkishólm á fjórða áratugnum. Eggert spilar á gítar og hefur verið mjög virkur í menningarlífinu á Vestfjörðum. „Ég setti á fót hina árlegu Bláberjadaga á Súðavík, þar spila tónlistarmenn héðan og þaðan úr heiminum.“

„Brottvísun er alltaf yfirvofandi“

„Brottvísun er alltaf yfirvofandi“

Stefán Árni Auðólfsson lögmaður Eggerts og systur hans er bjartsýnn að það takist að leysa málið. „Alþingi fékk beiðni um ríkisborgararétt síðasta haust og það var ekki samþykkt. Við erum að vinna í að endurnýja dvalarleyfið og það er möguleiki á að hann fái ríkisborgararétt á þessu ári,“ segir Stefán. Hann á ekki von á því að Eggerti og fjölskyldu hans verði vísað úr landi en þau gætu lent í erfiðleikum ef þau færu erlendis í frí og reyndu að komast aftur inn í landið. „Brottvísun er alltaf yfirvofandi fyrir fólk eins og hann, hann er ekki fullgildur ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfið staða en vonandi þá bjargast þetta allt. Það er erfiðara með konuna hans og soninn, það vantaði meira af upplýsingum og gögnum og það hefur tafist.“

Fékk reikning upp á 400 þúsund

Eggert veiktist illa í nóvember síðastliðnum og var lagður inn á Landspítalann. Hann var búinn að kaupa flugmiða til Bandaríkjanna til að heimsækja föður sinn sem lá mjög veikur í Bandaríkjunum. Eggert var á spítalanum í fimm daga og komst því ekki í flugið. „Þegar ég var að útskrifast var mér sagt að ég væri ólöglegur í landinu, ég spurði hvort hún væri ekki að grínast. Ég er Íslendingur, ég á eignir á Íslandi og ég vinn hérna. Þau sögðu að ég væri ekki inni í kerfinu og því fékk ég reikning upp á 400 þúsund krónur.“

„Ég er búinn að borga skatta hér á Íslandi í sjö ár samfleytt en þarf að borga þennan svakalega reikning. Ég er að ná skilaboðunum sem íslensk stjórnvöld eru að senda mér, að ég er bara ekki velkominn hingað. Ég ætla ekki að gefast upp, ég búinn að ráða mér lögfræðing því þetta er staðurinn sem ég og fjölskylda mín viljum búa á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands