Áramótaskaupi Sjónvarpsins lauk nú rétt í þessu en þar kenndi ýmissa grasa eins og venjulega. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru dregnir saman í háði eins og svo oft áður. Í Skaupinu var gert grín að Klaustursmálinu, hinum umdeilda Bragga og vandræðum WOWair ásamt mörgum öðrum stærri og minni málum sem skóku íslenskt samfélag á árinu.
Skaupið er ómissandi endapunktur hvers sjónvarpsárs. Höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð .
Oft eru skiptar skoðanir um ágæti áramótaskaupsins. Mörgum finnst þetta eitt besta Skaup síðustu ára! En hvað finnst lesendum DV í ár?
Stóð Skaupið undir væntingum í ár? Hvernig fannst þér það? Gefðu áramótaskaupinu einkunn með því að taka þátt í könnun DV. Niðurstaðan verður svo birt á morgun: