Snarpur jarðskjálfti af stærð 4,4 varð á Hellisheiði í nótt. Skjálftinn varð 2,5 km vestur af Skálafelli á Hellisheiði kl. 02:56 í nótt samkvæmt Veðurstofunni.
Skjálftinn fannst vel á öllu suðvesturhorni landsins, þá sérstaklega höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og á Selfossi, segir á vef RÚV að hann hafi einnig fundist í Innri-Njarðvík og Reykholtsdal í Borgarfirði. Um tíu eftirskjálftar hafa fylgt, engin stærri en 2,0 að stærð.
Margar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um skjálftann, engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni á húsum og innanstokksmunum.