fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Það sem þú vissir ekki um Önnu Kolbrúnu: Þroskaþjálfi og jafnréttissinni sem var fyrst til að uppnefna Freyju – „Ekki bara saklaus kona“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. desember 2018 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kolbrún Árnadóttir er upphafsmanneskjan að því að uppnefna Freyju Haraldsdóttur og kalla hana eyju í stað Freyju. Þetta gerir hún minnst þrisvar áður en einhver annar rekur svo upp selahljóð á staðnum. Þegar annar þingmaður sagði nafn Freyju var Anna Kolbrún snögg til og uppnefndi Freyju sem eyju. Þá tók Anna Kolbrún þátt í að níða Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og nefndi Helgu Völu Helgadóttur sem dæmi um metoo-ógn, sem að mati þingmannanna eru konur sem geta komið körlum í klandur með því að tala um, greina frá eða saka menn um kynferðisofbeldi.

Anna Kolbrún situr í Allsherjar og menntamálanefnd, Velferðarnefnd og er formaður jafnréttissjóðs. Sá sjóður var stofnaður árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningarafmæli íslenskra kvenna og miðar að því að efla jafnrétti kynjanna.

Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. Anna Kolbrún sagði fyrst eftir að DV og svo aðrir miðlar birtu fréttir upp úr upptökunum að hún ætlaði að íhuga stöðu sína en hún situr enn á þingi.

Í sumar tók DV ítarlegt viðtal við Önnu Kolbrúnu. Þar lýsti hún sér sem jafnréttisinna í víðum skilningi og femínista. Í Framsóknarflokknum var hún bæði jafnréttisfulltrúi og formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún hefur verið formaður Jafnréttissjóðs síðan 2016 og á árunum 2013 til 2016 var hún skipaður formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins um launajafnrétti á milli kynjanna. Þá var hún spurð hvort hún væri femínisti:

„Ef femínisti er jafnréttissinni og ég held að hann sé það, þannig að já ég er femínisti. En ég er líka jafnréttissinni í þessu víða samhengi, ekki aðeins kynjajafnrétti því það er aðeins hluti af þessu öllu saman. Þarna undir er jafnrétti milli aldurshópa, jafnrétti fatlaðra og fleira. Ég held að við séum öll fylgjandi jafnrétti og enginn sé í raun og veru á móti því. En við þurfum að læra að hugsa um þessa hluti, það er svolítil æfing eða þjálfun.“

Þá sagði hún á öðrum stað í viðtalinu:

„Það eru fordómar gegn geðsjúkum í samfélaginu og aðstæður þeirra til að taka þátt í atvinnulífinu eru erfiðar. Þó að við séum með vinnumarkað sem hefur hlutfallslega mikið af hlutastörfum þá er það ekki nóg því að við þurfum að mæta fólki þar sem það er.“

Var hikandi við framboð vegna krabbameins

Þann 1. apríl árið 2011 lét hún skoða sig á spítala vegna verkja í öndunarfærum og hélt að hún væri með lungnabólgu.

„Þá greindist ég með brjóstakrabbamein sem var þannig staðsett að ég gat ekki farið í aðgerð og auk þess hafði það dreift sér, bæði í lungun og eitla. Nítján dögum síðar var ég komin í lyfjameðferð.“

Hvernig varð þér við að fá þessar fréttir?

„Það var rosalegt áfall og ég var einmitt að ferma dóttur mína daginn áður en ég hóf lyfjameðferðina. En svona áfall kemur ekki endilega fram í sálarlífinu strax heldur koma hin andlegu eftirköst oft fram löngu seinna. Ég er enn þá í lyfjameðferð, fór síðast í fyrradag, og er því búin að vera að kljást við þetta í sjö ár.“

Hvernig ertu í dag?

„Ég er mjög góð í dag og finn ekki neitt. Ég fer reglulega í myndatökur og er búin að panta slíka eftir þrjár vikur. Ég og læknirinn minn fylgjumst vel með þessu saman og hann veit að ég get greint hvort einhverjar bólgur eða annað sé í gangi. Ég þarf að hlusta á líkamann og vera meðvituð um að vera virk. Fara á fætur, fara í bað, vera að gera eitthvað.“

Pólitíkin í ættinni

Anna Kolbrún er fædd árið 1970 og að mestu alin upp á Akureyri, eitt þriggja barna hjónanna Árna Friðrikssonar og Gerðar Jónsdóttur sem ráku verkfræðistofuna Raftákn þar í bæ og með útibúi í Reykjavík. Síðan þá hefur hún búið á Akureyri ef undan eru skilin sex ár sem hún var í námi í Danmörku. Hún segir að æskuheimilið sitt hafi verið ákaflega gott og hún sjálfsagt ágætur krakki, þó hún hafi tekið út sína unglingaveiki eins og svo margir.

Af hverju valdir þú þennan farveg?

„Það er engin persónuleg tenging þar á bak við. Ég held að það sé þessi jöfnuður, sú hugmyndafræði að allir fái sömu tækifæri í lífinu. Skóli án aðgreiningar, jöfnuður á milli höfuðborgar og landsbyggðar, á milli kynjanna, það er sama hugsunin á bak við alla þessa hluti. Ég er líka mjög mikil félagsvera og vil láta gott af mér leiða, bæði í starfi og félagsstarfi. Auk stjórnmálanna hef ég verið virk í Lions hreyfingunni.“

Hér má hlusta á þegar Freyja er kölluð Eyja en umfjöllun heldur áfram fyrir neðan myndskeiðið:

Tók þátt í að stofna Miðflokkinn

Undanfari Miðflokksins var Framfarafélagið sem Sigmundur stofnaði í maí árið 2017 og Anna Kolbrún var með í því. Samkvæmt henni var ekki ljóst þá að stofnaður yrði stjórnmálaflokkur út frá því.

Var erfitt að skilja við Framsóknarflokkinn?

„Já og það kom mér á óvart hversu erfitt það var og mér finnst enn þá leitt hvernig fór. Þetta var eins og erfiður skilnaður og viðbrögðin eftir því. Þeir sem sátu eftir vildu helst ekki tala við okkur sem fórum yfir í Miðflokkinn og gjáin dýpkaði.“

Misstir þú vini?

„Já, ég missti vini. En það er ekki endilega þeirra sök, ég valdi að fara. Í stað þess að fara í rifrildi, rökræður og leiðindi þá skildi ég þetta bara eftir og hélt áfram minn veg.“

Þá var Anna Kolbrún spurð hvaða málum hún myndi helst vilja berjast fyrir

„Nú er ég helst að berjast fyrir aðgengi að heilbrigðisþjónustu, númer 1, 2 og 3. Jafnréttismálin og menntamálin skipta mig einnig miklu máli en þau eru snúnari vegna samspils milli ríkis og sveitarfélaga.“

Inga Björk ósátt

Í dag var Anna Kolbrún harðlega gagnrýnd af Ingu Björk Bjarnadóttur, fötlunaraktivista en hún er einnig varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir það þvælu að Anna Kolbrún sem minna sek en aðrir þingmenn sem níddust á hinum ýmsu þjóðfélagshópum á barnum Klaustur. Inga Björk bendir á að Anna Kolbrún hafi titlað sig þroskaþjálfa en tali þó niðrandi um Freyju Haraldsdóttur.

Þetta segir Inga Björk á Twitter. „Það er ekkert óeðlilegt við það að Anna Kolbrún segi af sér og ég frábið mér þessari narratívu um að hún sé saklaus kona sem sat bara og hlustaði á ljótu karlanna. Anna Kolbrún Árnadóttir tók virkan þátt í að hæðast að Freyju Haralds. Hún kallaði hana Freyju eyju. Til að kóróna þetta er Anna Kolbrún þroskaþjálfi að mennt — hún hefur menntun á sviði fötlunar,“ segir Inga Björk. Líkt og má heyra á upptöku sem DV hefur áður birt þá kallar Anna Kolbrún Freyju ítrekað „Freyju eyju“.

Sjá einnig: Leyniupptaka: Hlustaðu á þingmenn gera grín að Freyju Haralds – Hermdi eftir sel

Inga Björk segir að Anna Kolbrún geti ekki skýlt sig á bak við fáfræði. „Anna Kolbrún var fagstjóri sérkennslu á Akureyri. Vann með börnum sem eru með fatlanir og aðrar ‘sérþarfir’ og stýrði starfinu þar. Hún er þar að auki formaður Jafnréttissjóðs Íslands. Anna Kolbrún er að mínu mati ekki bara saklaus kona sem sat undir körlunum spúa hatri og þorði ekki að segja neitt. Hún tók þátt í ógeðslegri orðræðu gegn einum viðkvæmasta hópi samfélagsins, fötluðum konum — sem hún er menntuð í að sinna svo þetta er ekki einu sinni fáfræði!,“ segir Inga Kolbrún.

Á vefsíðu Alþingis skráði Anna Kolbrún sig sem þroskaþjálfa. Það er lögverndað starfsheiti og það má ekki hver sem er nota það. Eftir að DV hafði samband við Kolbrúnu sem vildi eingöngu tjá sig um starfsheitið en ekki hvort hún hygðist fylgja í fótspor annarra þingmanna Miðflokksins eða segja sig úr þessum nefndum ákvað hún að breyta upplýsingum á Alþingissíðunni. Anna Kolbrún er ekki með starfsleyfi en hefur starfað sem slíkur. Anna Kolbrún vildi ekki svara hvort hún ætli að sitja áfram sem þingmaður eða eiga áfram sæti í Velferðarnefnd eða stýri jafnréttissjóði.

Sjá einnig: Þroskaþjálfafélag Íslands tilkynnir brot Önnu Kolbrúnar til Landlæknis – Athugasemdir við ólögmæta notkun starfsheitis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi