fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Kona Sigmundar flúði þegar hún heyrði baktal þingmanna – „Eins og brotist sé inn til þín og lesið upp úr dagbókinni þinni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. desember 2018 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem er kannski sorglegast í þessu máli er að það er verið að draga eitthvað fólk út í bæ án þess að í því sé nokkuð sérstakt fréttagildi. Eitthvað fólk sem menn hafa verið að ræða um á óvarfærinn hatt og á þann hátt sem alltof oft tíðkast þegar menn eru að ræða við vini sína og enginn heyrir til.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins nú í kvöld í fréttum RÚV  þegar upptakan á Klaustur bar var rædd. Heldur Sigmundur fram að mun meira sé um að þingmenn tali með svipuðum hætti og hann og vinir hans í Flokki fólksins og Miðflokknum gerði fyrir nokkru og ratað hefur í fjölmiðla. Sigmundur segir:

„Alvarleiki málsins er sá að menn skuli, frá því að ég byrjaði hafa, og ég undanskil mig svo sannarlega ekki, setið undir svona umræðum, hlustað á þær, ýtt undir þær.“

Aðspurður hvort hann ætti ekki að nafngreina þá þingmenn svaraði Sigmundur:

„Ég velti því fyrir mér, segi alveg eins og er,“ svaraði Sigmundur og hélt áfram. „Er það núna orðin skilda mín að rekja það hvað tilteknir þingmenn hafa sagt um aðra þingmenn sem sumt hvert eru töluvert grófara en við höfum heyrt á þessum upptökum. Er staðan orðin sú að okkur ber skilda til að þess að rekja það sem menn kunna að hafa sagt, hversu óviðeigandi sem það kann að vera.“

Þá var Sigmundur spurður hvort það réttlæti hans ummæli.

„Að sjálfsögðu ekki,“ svaraði Sigmundur. „Ég er í rauninni að segja að þetta sé enn þá verra, maður skammast sín ekki bara fyrir þetta. Maður skammast sín fyrir að hafa í öll þessi ár tekið þátt í þessu. Konan mín var að rifja upp fyrir mér að ég hefði oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar þurft að elta hana út þegar hún hefur rokið út og verið algjörlega misboðið að hafa þurft að hlusta á samtöl þingmanna en ég tók ekki frumkvæði, heldur bara sat og hlustaði og kannski tók þátt.“

Aðspurður hvort ekki væri eðlielgt að hann færi í leyfi líkt og aðrir þingmenn í Miðflokknum svaraði Sigmundur neitandi.

„Ástæðan fyrir því að mér þykir það ekki eðlilegt er að við hljótum að vilja gæta einhvers samræmis,“ svaraði Sigmundur. „Ef að sú er raunin þá væru svo margir þingmenn sem þyrftu að fara í leyfi, að þá væri þingið óstarfhæft. Það breytir ekki því að sjálfsögðu ekki ég, svo ég ítreki það, að sjálfsögðu átti ég ekki og Anna Kolbrún að sitja þarna og fylgjast með og taka þátt.“

Sigmundur hélt áfram:

„Ég hef lent í mörgu erfiðu síðustu ár en engu eins og þessu. Það er eins og brotist sé inn til þín og lesið upp úr dagbókinni þinni en þetta er eiginlega verra  því þetta eru illa ígrunduð ummæli.“

Bætti Sigmundur við að hann sæi mikið eftir þessu:

„Reynslan af pólitíkinni er sú að maður þarf að vinna með fólki sem maður hefur heyrt segja alveg ótrúlega ljóta hluti um sig. Ýmsir samstarfsmenn mínir hér hafa sagt ljótari hluti um mig opinberlega en ég sagði um nokkurn mann í þessum samtölum. Þetta er eitthvað sem maður þarf að búa við í þessu starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“