fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Bandarískur ferðamaður lýsir vonbrigðum sínum af Íslandi: „Það eina sem ég hafði efni á voru pakkanúðlur úr Bónus“

Auður Ösp
Laugardaginn 22. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig hefur lengi dreymt um að sjá Norðurljósin. Og ó, hvað ég þráði að snerta ísjaka og slaka síðan á í Bláa Lóninu með maska á andlitinu. En, það varð ekkert úr þeim áætlunum. Ég þarf varla að taka það fram að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég vissi eiginlega hvað mér átti að finnast um Ísland.“

Þetta ritar bandaríska spretthlaupakonan Jovan Abernathy í pistli sem birtist á íþróttavefnum Sportsmap. Í pistlinum lýsir hún upplifun sinni af Íslandi en hún heimsótti landið fyrr á árinu í þeim tilgangi að hlaupa maraþon.

Í pistlinum birtir Jovan lista yfir 11 atriði sem vöktu athygli hennar varðandi Ísland. Á einum stað segir hún Reykjavík vera eina af dýrustu borgum heims.

„Hvað færðu fyrir 30 dollara í Reykjavík? Annað hvort 10 mínútna runt í leigubíl eða þá hamborgara og franskar. Meðalverðið fyrir leigubílaferð var 20 þúsund krónur eða 161 dollari.“

ritar Jovan en bætir þó við að samgöngur séu í raun ókeypis þar sem að flest allt sé í göngufæri.

Þá bendir hún á að vatnið sé ókeypis á Íslandi en „lykti eins og rotin egg.“

„Haltu bara um nefið og ekki spyrja neinna spurninga.“

Þá segist hún lítið geta sagt um íslenskan mat. Ástæðan er samt ekki sú að hún hafi ekki þorað að smakka hann.

„Það eina sem ég hafði efni á voru pakkanúðlur úr Bónus matvöruversluninni. Þetta var aðalbrandarinn á gistiheimilinu. Það fóru allir í Bónus og komu til baka með núðlur.“

Hér er hægt að lesa nánar um upplifun Jovan af Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Í gær

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík