fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sjáðu tölvupóst Skúla til starfsfólks WOW: „Ég get ekki kennt neinum öðrum en sjálfum mér um þessi mistök“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:18

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann staðfestir að fjöldauppsagnir hafi átt sér stað í dag. Hann segir meðal annars að fyrirtækið hafi gert ákveðin mistök í rekstri sínum. „Ég get ekki kennt neinum nema sjálfum mér um þessi mistök,“ segir Skúli meðal annars. Engin önnur leið hafi verið fær en að grípa til uppsagna.

Bréfið er skrifað á ensku og má lesa það í heild sinni hér að neðan. Íslensk þýðing mun birtast hér að neðan eftir skamma stund.

Kæru vinir,

eftir ótrúlega vegferð frá stofnun WOW Air fyrir sjö árum, stöndum við frammi fyrir stærstu og erfiðustu endurskipulagningu í sögu flugfélagsins, þetta felur í sér mjög erfiðar ákvarðanir. Þetta felur í sér að minnka flotann úr 20 vélum í 11 og ekki taka við fjórum nýjum A330neo, minnka þannig umsvif okkar í samræmi og þar af leiðandi er ég mjög sorgmæddur að þurfa að segja upp stórum hópi fólks. Þessi aðgerð er átakanleg miðað við það erfiða starf sem þið hafi unnið og ég óska þess að það væri einhver önnur leið í stöðunni. Við höfum skoðað marga möguleika  en því miður er þessi niðurskurður eina mögulega leiðin sem við sjáum til að bjarga WOW Air og byggja grunn til endurbyggingar.

Mér þykir það mjög leitt að þurfa að grípa til þessara aðgerða þar sem þetta mun hafa áhrif á mörg ykkar sem eru hliðhollir WOW starfsmenn og stór hluti ráðgjafa okkar og hlutastarfsmenn. Hins vegar, vona ég einlæglega að þið skiljið að þetta er nauðsynlegt til að bjarga þeim rúmlega 1.000 störfum sem verða áfram hjá WOW Air og mun leyfa okkur að halda áfram að fljúga til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Við snúum nú aftur til upprunans að vera ultra-lággjaldaflugfélag sem leiddi til árangurs okkar á árinum 2015 og 2016 þegar við flæktum reksturinn með stórum flugvélum og með því að kynna til leiks Premium og Comfy sem eru langt frá okkar upphaflegu sýn.

Í stuttu máli, við misstum sjónar á því sem við vorum að gera og fórum að haga okkur sem stórt flugfélag. Þessi mistök hafa nærri kostað okkur fyrirtækið þar sem taprekstur okkar hefur verið gríðarlegur. Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að ég get ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum mér þar sem ég persónulega leidd A330 flotastækkunina, premium sæti og að fljúga lengra til vesturs og austurs. Þetta er mjög sársaukafull lexía þar sem á sama tíma höfum við búið til eitthvað einstakt með WOW Air og á meðan þetta krefst þess að við stígum skref til baka til styttri tíma litið þá munum við stíga tvö fram á við í framtíðinni. Með horfum á því að fá Indigo Partners sem fjárfesta þá vil ég snúa aftur til baka til okkar upprunalegu sýn og sýna að við getum svo sannarlega byggt upp frábært lággjaldaflugfélag.

Svo langt sem það nær, þá vil ég þakka ykkur og lofa að þegar við förum aftur að vaxa þá verði þið velkomin aftur.

Það verður starfsmannafundur kl. 13 í dag og ég og stjórnendateymið verðum til staðar í allan dag að svara þeim spurningum sem ykkur ber í brjósti.

Ykkar einlægur,

Skúli Mogensen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?