fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Bára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. desember 2018 11:33

Ágúst Ólafur Ágústsson, og Bára Huld Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, er konan sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var með ósæmilega hegðun gagnvart. Hún segir í pistli á Kjarnanum að hún sé tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur tilkynnti á föstudag að hann hefði stigið til hliðar vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðastliðið sumar.

„Ég er sú kona og máls­at­vika­lýs­ing Ágústar Ólafs, sem fram er sett í yfir­lýs­ingu hans, er ekki í sam­ræmi við upp­lifun mína af atvik­inu. Þá upp­lifun hafði ég áður rakið fyrir honum og hann geng­ist við því að hún væri rétt. Þá upp­lifun rakti ég einnig fyrir trún­að­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar og Ágúst Ólafur gerði engar athuga­semdir við mála­vexti. Þeir mála­vextir eru raktir í skrif­legri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og verða þar af leið­andi vart hrakt­ir.“

Líkt og DV hefur greint frá hefur Ágúst Ólafur ákveðið að fara í launalaust leyfi vegna málsins, hann sagði:

„Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.“

Sjá einnig: Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar

Bára Huld segir að Ágúst Ólafur geri minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við:

„Í ljósi þess að Ágúst Ólafur kýs að gera minna úr atvik­inu en hann hefur áður geng­ist við, þá finn ég mig því miður knúna að greina frá því sem er rangt í yfir­lýs­ingu hans. Það geri ég einnig vegna þess að ýmsir fjöl­miðlar hafa haft sam­band við mig und­an­farna daga. Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opin­bert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum hönd­um.“

Hún lýsir þessu á eftirfarandi hátt:

„Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.

Ágúst Ólafur yfir­gaf ekki skrif­stof­una þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á end­anum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út.“

Þau hittumst um kvöldið og fóru saman á skrifstofu Kjarnans, þess má geta að Ágúst Ólafur átti 5,6% hlut í Kjarnanum áður en hann settist á þing :

„Vinnu­stað­ur­inn sem Ágúst Ólafur minn­ist á í yfir­lýs­ingu sinni er vinnu­staður minn, Kjarn­inn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið áfram spjalli eftir að hafa yfir­gefið bar­inn þar sem við hitt­umst og til­gang­ur­inn með því að fara á vinnu­stað­inn var ein­göngu sá að halda spjalli okkar áfram. Hann er þing­mað­ur, var í opin­beru sam­bandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjöl­miðlum og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­an­um. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti mis­skilið aðstæð­ur.“

„Mín upp­lifun af þessum aðstæðum var algjört varn­ar­leysi. Það orsak­að­ist af því að ég varð fyrir ítrek­aðri áreitni af hálfu ann­ars ein­stak­lings. Það orsak­að­ist af því að ég var blaða­maður sem varð fyrir áreitni af hálfu þing­manns. Það orsak­að­ist af því að ég var starfs­maður fyr­ir­tækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrr­ver­andi hlut­hafa í því fyr­ir­tæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugs­aði að mögu­lega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferð­inni áhrifa­maður í valda­stöðu. Mér fannst ég líka algjör­lega nið­ur­lægð og var gjör­sam­lega mis­boðið vegna ítrek­aðra ummæla hans um vits­muni mína og útlit.“

„Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing.“

Bára Huld segir að hún hafi sent honum tölvupóst á tvö netföng, hann hafi ekki svarað og níu dögum síðar, eftir ítrekun, þá hafi hann hringt í hana og beðist afsökunar. Hann hafði að eigin sögn ekki fengið skila­boðin frá mér og kvaðst miður sín yfir því sem hann hafði gert. Seinna um sum­arið ákváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég útskýrði þar fyrir honum líðan mína og áhrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­sögn mína af atvik­inu með neinum hætti og baðst aftur afsök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu atviki.“

Hún taldi það ekki eðlilegt þar sem um var að ræða mann í valdastöðu, þá hafi hún rætt málið við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem benti henni á að senda erindi til trúnaðarnefndar flokksins. Niðurstaða nefndarinnar var afgerandi og taldi hún að Ágúst Ólafur hafi sniðgengið stefnu flokksins gegn einelti og áreitni.„Ég vil taka það fram að ég ætl­aði ekki, og ætla ekki, að taka afstöðu til þess hvort eða hvernig Ágúst Ólafur getur sinnt störfum sínum eftir að þessu ferli lauk. Líkt og ég er þegar búin að segja þá ætl­aði ég aldrei að gera þetta mál opin­bert. ­Fyrir mér vakti að fá við­ur­kenn­ingu frá ger­anda á því sem átti sér stað og að skilja upp­lýs­ing­arnar um atvikið eftir hjá öðrum ef við­líka kæmi ein­hvern tím­ann aftur upp. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þol­anda að hann ákveði afleið­ing­ar. Það er Ágústar Ólafs, Sam­fylk­ing­ar­innar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.“

Bára Huld er ekki sátt við yfirlýsinguna sem Ágúst Ólafur sendi á föstudaginn: „Það er ábyrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­boð séu send út í sam­fé­lag­ið. Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing. Mér finnst jafn­framt mik­il­vægt að fram komi að mér finn­ist auð­vitað í lagi að fólk reyni við annað fólk. Ef ein­hver vill kyssa aðra mann­eskju er um að gera að kanna áhuga fyrir því. Ef mann­eskja fær aftur á móti neit­un, þá er mik­il­vægt að sá hinn sami beri virð­ingu fyrir þeirri ákvörð­un.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“