fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Frosti og Máni spá sjálfsvígum vegna smánunar: Segir samfélagið níðast á Sigmundi og þingmönnunum – „Líf mitt er ónýtt“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mátti heyra á Frosta Logasyni, útvarpsmanni í Harmageddon á X-inu, í morgun að honum blöskri viðbrögð samfélagsins við Klaustursmálinu. Hann kom sexmenningunum ekki til varnar en sagði að samfélagið væri að stunda opinbera smánun á hendur þeim.

„Það er farið að renna á mig tvær grímur með það mál. Gærdagurinn var svaðalegur. Ég er nett farinn að upplifa að við séum að upplifa… Vissulega er óþekki strákurinn í bekknum, sem er vitlaus og illa uppalinn og kemur í skítugum fötum í skólann og byrjar að stríða góðu krökkunum. Hann er óþolandi en við getum ekki tekið hann út á torg og girt niður um hann og flengt á honum beran bossann fyrir framan alla og látið hann hanga þar með hangandi punginn, til niðurlægingar og viðbjóðs. Ég er svona að upplifa að við séum svolítið komin þangað með þessa sexmenninga,“ sagði Frosti í morgun.

Hann hélt áfram og sagði að þingmennirnir á Klaustri væru ekkert skárri fyrir vikið. „Þetta er illa gefið fólk. Það komst inn á þing bæði út af atkvæðismun úti á landi og það fékkst enginn til að fara í Framsóknarflokkinn á þessum tíma. Þetta eru ekki vönduðustu einstaklingarnir sem við eigum. En þau komust inn á þing. Svo lenda þau í því þarna, alveg sama hvort þú talir svona ljótt eða ekki, það á enginn von á því að það sem þú heldur að sé prívat samtal milli þín og þriggja, fjögurra vina verði milli tannanna á 340 þúsund manns á einu bretti. Þetta getur enginn reiknað með því,“ sagði Frosti.

Allir fá eitt högg

Frosti gagnrýndi jafnframt leiklestur Borgarleikhússins á samræðunum. „Síðan var settur upp leiklestur á sviði Borgarleikhússins…“

Máni Pétursson: „Það var fokking hilaríus“

Frosti: „Engu að síður þá horfði ég á þetta í gær og það var hryllingur að sjá þetta. Þarna er verið að taka eineltishrottann og hann er murkaður.“

Máni: „Þú vilt meina að hann sé lagður í meira einelti?“

Frosti: „Hann var að leggja í einelti svo við skulum bara láta hann ganga „walk of shame“ niður Laugaveginn og svo skulum við hýða hann fyrir framan alla. Svo geta börnin komið í röð og það fá allir að berja hann einu höggi líka. Þetta er algjör sturlun orðin. Þetta fólk er nú nógu óvandað og þarf að takast á við þetta sjokk sitt með sinni takmörkuðu tilfinningagreind. Svo lendir það í þessari hakkavél með svona svaðalegum hætti.“

Þeir ræddu svo áfram um hvort allt sem hafi komið fram í upptökunum hafi átt erindi við almenning og nefndu sérstaklega að blaðamenn DV hafi sagt að ekki allt yrði endilega birt. Rétt er að taka fram að þrír fjölmiðlar, DV, Stundin og Kvennablaðið hafa haft aðgang að upptökunum og því misjafnt eftir miðlum hvað er birt.

Hengja sig við Stjórnarráðið

Síðan fóru þeir Frosti og Máni að spá því að innan skamms myndi einhver fyrirfara sér vegna opinberar smánunar. „Borgarleikhúsið tekur það að sér að vera með fullan sal að lesa þetta upp. Við höfum aldrei séð aðra eins opinbera smánun síðan á myrkustu miðöldum,“ sagði Frosti.

Máni: „Það eru bara stofnanir og allir sem detta í fíling á opinberum smánunum. Við erum búnir að sjá svona þrisvar, svona þrjú, fjögur atriði á þessu ári þar sem þjóðin ákveður að taka höndum saman, svona 80, 90 prósent og smána opinberlega einhvern. Kalla hann ógeð og drullusokk. Maður er alltaf að bíða eftir því, hvað gerist þegar einhver einstaklingur sem lendir í þessu tekur bara upp á því að hengja sig fyrir framan styttuna af Ingólfi Arnarssyni eða á Stjórnarráðinu. Einhver sem segir bara: „Ég get ekki meira af þessu og líf mitt er ónýtt. Bara stútar sér.“

Frosti: „Ég eiginlega þori að veðja handleggnum upp á það að það eigi eftir að gerast á næstu 12 til 18 mánuðum. Múgæsingin er orðin þannig og þetta er ekkert að fara að minnka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt