fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Karl Ágúst sendir skýr skilaboð: Þess vegna verða þingmennirnir að segja af sér

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 21:15

Karl Ágúst Úlfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og leikstjóri, segir afar slæmt að almenningur beri ekki mikið traust til Alþingis. Þetta segir Karl Ágúst í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld, en færslan hefur vakið talsverða athygli.

Karl Ágúst blandar sér þarna í umræðuna um leyniupptökurnar sem allt hefur snúist um undanfarinn sólarhring eða svo. Nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu ýmislegt flakka um samstarfsfólk sitt, einkum konur, í neikvæðu ljósi. Kallað hefur verið eftir afsögn þingmannanna og er Karl Ágúst þeirrar skoðunar að það ekkert annað sé í stöðunni ef endurvekja á traust og virðingu almennings til Alþingis.

Hann segir:

„Við erum að tala um virðingu Alþingis, ekki satt? Þá virðingu sem almenningur ber fyrir Alþingi, eða hvað? Hún var ekki mikil fyrir. Og það er mjög alvarlegt mál. Það er afar slæmt að þjóðin skuli ekki bera virðingu fyrir stofnuninni sem setur henni lög,“ segir Karl Ágúst sem fjallar svo um kvöldið á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn þar sem þingmennirnir sátu að sumbli.

„Þess vegna er það mikið áhyggjuefni þegar þingmenn útbelgdir af bjór og karlagrobbi troða þeirri litlu virðingu sem eftir eimir af ofan í klósettið með því að opinbera fyrirlitningu sína á fólki og þeim siðareglum sem við héldum (eða vorum að minnsta kosti að vona) að væru í gildi. Eina leiðin til að dúndra virðingu Alþingis alla leið niður í klóakið svo hún endurheimtist aldrei aftur er að þessir tilteknu þingmenn segi ekki af sér, heldur sitji áfram á þingi eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hugsanlega yrði þá botninum náð. En hvað veit maður?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri