fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hlustaðu á leyniupptökuna: Ólafur segist hafa sagt „aunt“ en ekki „cunt“

Hjálmar Friðriksson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi verið viðstaddur þetta. Ég var með þeim fyrstu til að fara.“ Þetta segir Ólafur Ísleifsson, einn þeirra sem var viðstaddur alræmdan fund þingmanna Miðflokks og Flokk fólksins, spurður um hvað honum finnist um orð og hljóð sem þar voru látin falla um Freyju Haraldsdóttur.

Líkt og hefur verið greint frá þá kallaði Bergþór Ólason Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“ en um svipað leyti í upptökunni stafar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokk fólksins, enska orðið „cunt“en sleppir fyrsta bókstafnum og segir að það vanti einn staf til mynda orð yfir konu. Brandarinn snýst um að fá meðhlæjendur til að segja orðið „cunt“ en ekki „aunt“. Gunnar Bragi svarar að bragði „Silja Dögg“. Eftir hlátrarsköll þá heyrist einn þingmaður góla „gamli pungur“.

Ólafur segir að það sem hafi verið sagt á þessum fundi sé óverjandi.  „Já, já. En mér finnst þetta algjörlega óverjandi og óforsvaranlegt.“

En af hverju varstu þá að taka undir eitthvað sem þér finnst óverjandi?

„Ég tók ekki undir neitt, hvað varðar þetta sem þú ert að spyrja mig um.“

En þegar þú varst að stafa „U N T“ og setja „C“ fyrir framan?

„Ég setti ekki „C“ fyrir framan. Ég setti „A“ fyrir framan.“

Varstu að segja „aunt“? Hver var brandarinn bak við það?

„Það er til að draga fram … Þú sérð það … „aunt“, bara það er ekkert flókið við það. Ég sagði bara „hvaða orð gefur það?“ Það myndar orð fyrir konu en það vantar einn staf fyrir framan. Sá stafur er „a“. Þá færðu „aunt“ og það er frænka.“

Er það orð yfir konu? Frænka?

„Er það ekki?“

Eftir að ummælin um að Inga Sæland væri kunta, þetta fylgir strax eftir þínum ummælum. Heldurðu að fólk trúi þessu, Ólafur?

„Bíddu, bíddu. Þetta er ekki útskýring. Heyrir þú ekki [í upptökunni] þegar það er sett „a“ fyrir framan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“