fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Gunnar Bragi í ölæði: Sendi Friðriki Ómari afsökunarbeiðni á Facebook – „Langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki viðeigandi að tala svona og það er langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar. Ég að sjálfsögðu biðst afsökunar á að hafa farið í þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Gunnar Bragi kemur nokkuð við sögu í upptökum sem DV hefur undir höndum og fjallað hefur verið ítarlega um síðan í gærkvöldi. Þar láta Gunnar Bragi og aðrir þingmenn ýmislegt flakka; Gunnar Bragi hraunar meðal annars yfir Oddnýju Harðardóttur þegar hann segir:

„Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“

Þá lét hann Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, heyra það og kallaði hann trúð sem hefði dansað nánast a typpinu með Skriðjöklum á sviðinu. Eins og kunnugt var Logi meðlimir í hinni vinsælu akureysku hljómsveit, Skriðjöklum. DV bar ummæli Gunnars Braga undir Loga í gærkvöldi og sagði Logi við það tilefni að hann léti sér í léttu rúmi liggja álit Gunnars á honum sjálfum.

„Lýsing Gunnars Braga á Oddnýju er ómakleg, ummæli hans um mig læt ég mér í mjög svo léttu rúmi liggja og kannski mun nafn Skriðjökla lifa lengur en þess sem lét þau falla.“

Á upptökunum heyrist einnig þegar Gunnar Bragi lætur óviðurkvæmileg ummæli falla um tónlistarmanninn Friðrik Ómar.Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði hann og vísaði í það þegar Geir H. Haarde var skipaður sendiherra í Washington.

„Maður á ekki að tala svona“

Gunnar Bragi var mættur í Morgunútvarpið í morgun þar sem hann svaraði fyrir ummælin sem heyrast á leyniupptökunum. Gunnar Bragi baðast ítrekað afsökunar og sagðist í raun ekki eiga sér neinar málsbætur.

„Það er hins vegar þannig að þegar maður er kominn í svona ákveðið ástand þá kannski segir maður hluti sem maður á ekki að segja en það breytir því ekki að maður á ekki að tala svona. Það er sorglegt í rauninni. Hitt málið, þetta eru tvö mál í mínum huga, er að það er alveg ótrúlegt að ekkert okkar, alveg sama hvar við erum, getum ekki sest niður og rætt hluti hvort, sem það eru óviðeigandi hlutir, eða eitthvað annað án þess að það sé tekið upp. Það er áhyggjuefni ef við erum komin út í svoleiðis samfélag.“

Sigmar Guðmundsson, stjórnandi Morgunútvarpsins, spurði Gunnar Braga hvort hann gæti útskýrt þetta eða réttlætt orð sín með því að hann hefði verið ölvaður.

„Menn gera allskonar vitleysu þegar þeir eru drukknir, en það réttlætir það samt ekki að setja hlutina svona fram. Ég sagði þarna hluti sem ég – mér bara dauðbrá þegar ég heyrði þetta en man ekki allt sem fór þarna fram – en til dæmis ummæli mín um Oddnýju Harðardóttur eru bara hræðileg.„

Sigmar: „Kallar hana apakött?“

Gunnar Bragi: „Sem hún er að sjálfsögðu ekki. Bara klár manneskja og ég bið Oddnýju mikillar afsökunar að hafa sagt þetta. Eins með Loga Einarsson. Ég geri engan greinarmun á konum og körlum og ég hef aldrei gert. Maður á ekkert að tala svona hvort sem um er að ræða karla eða konur. Bara alls ekki. Ég er búinn að ná af Loga og næ vonandi af Oddnýju á eftir.“

 

Sendi Friðriki skilaboð á Facebook

Sigmar spurði Gunnar Braga svo út í það að hann hafi dregið Friðrik Ómar inn í umræðuna. Gunnar sagði þau ummæli sín hræðileg.

„Það er bara hræðilegt. Ég hef ekki símann hjá Friðriki þannig að ég sendi honum skilaboð á Facebook fyrstur allra til að biðjast afsökunar. Friðrik Ómar er nú einn af þessum sem ég og mín fjölskylda reynum nú helst alltaf að fara á tónleika hjá. Maður ber svo mikla virðingu fyrir honum sem listamanni og manneskju.“

Sigmar: „Af hverju ertu þá að segja þetta?“ 

Gunnar Bragi: „Ég veit það ekki. Ég skil það ekki. Og það er ekkert hægt að afsaka það. Maður bara biðst fyrirgefningar sem ég er búinn að gera.“

Gunnar Bragi sagði svo að Unnur Brá Konráðsdóttir væri kræf kerfiskerling og að konur væru talnablindar vegna þess að þær vissu ekki hversu mörgum þær hefðu sofið hjá. Gunnar svaraði fyrir þetta og sagði að um óviðeigandi brandara hefði verið að ræða.

„Þetta er bara galið að segja svona hluti. Ég er að vinna með Unni Brá í svokallaðri framtíðarnefnd og hún er þar mikill leiðtogi. Af hverju er maður að segja svona hluti […] Það er eitthvað í kollinum á manni sjálfum sem maður þarf að skoða.“

Gunnar Bragi var svo spurður hvort hann ætti afturkvæmt í samstarf með þessum konum.

„Það er bara þeirra að meta það hvort að þær taka minni afsökunarbeiðni. Við Oddný vinum ágætlega saman og erum þingflokksformenn bæði og hún hefur verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í þinginu þegar kemur að fundum og samskiptum og staðið sig vel í því. Hana þarf ég að sjálfsögðu að nálgast og biðjast afsökunar sem ég mun gera. Ég treysti Oddnýju algjörlega.“ 

Uppfært kl. 09.45

Gunnar Bragi biðst afsökunar á hegðun sinni á Facebook og segist hafa verið ölóður. Hann segir að nokkrir vinir hafi farið út að skemmta sér og hann hefði átt að fara fyrr heim.

Afsakið.

Í siðustu viku fóru nokkrir vinir út að skemmta sér og hefðu att að fara fyrr heim og haga sér betur. Fjölmiðlar hafa verið að fjalla um upptöku af samtölum sem féllu þetta kvöld og nótt Ljóst er að ýmislegt miður fallegt og ósatt var sagt í ölæðinu sem biðjast þarf afsökunar á. Ég hef náð í nokkra þeirra sem ég tala um og beðið þá afsökunar á ummælum sem þeir eiga ekki skilið. þeim sem ég hef ekki náð á og ykkur kæru vinir bið ég afsökunar á hegðuninni.

Við þurfum hins vegar að taka umræðu um það hvort þetta sé sú þróun sem við viljum að upptökur af samtölum fólks, hvort sem það er drukkið eða ekki, séu eðlilegar hvort sem við erum alþingismenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn eða bara hjón að skemmta sér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“