fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Sævar Helgi varar foreldra við: „Ef börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 16:00

Sævar Helgi Bragason. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og umsjónarmaður Krakkafrétta á RÚV, varar foreldra við að leyfa börnum sínum að vera úti á gamlárskvöld vegna mengunar af völdum flugelda. RÚV greindi frá því í morgun að Slysavarnarfélagið Landsbjörg muni selja flugelda á sama hátt og fyrri ár þrátt fyrir heitar umræður um loftmengun síðustu áramót. Ætlar Landsbjörg í samstarf við sérfræðinga til að komast að því hvort  flugeldum sé einum um að kenna um mengunina um síðustu áramót.

Sævar, sem hefur talað fyrir banni eða takmörkun á sölu flugelda til almennings, segir í samtali við Stundina í dag að þetta séu mikil vonbrigði: „Ég skil þá mætavel af því þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Um leið þá eru það pínu vonbrigði vegna þess að mér finnst að fólk eigi almennt að sýna ábyrgð, sérstaklega þegar að slík mengun varð eins og hérna síðustu áramót, að bregðast við og reyna að finna leiðir til að minnka hana að minnsta kosti.“

Hann segir flugelda aðalmengunarvaldinn á gamlárskvöld, brennur spili þar lítið hlutverk. Vandinn sé ekki aðeins efnin sjálf og þungmálmarnir í loftinu heldur hversu fínt rykið sé, börn séu í sérstakri hættu þar sem þau anda hraðar en fullorðnir: „Þannig að ef að börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð.“

Sævar segir að fyrst björgunarsveitirnar selji öryggisgleraugu þá sé ekkert vitlaust að gefa súrefnisgrímur líka: „Miðað við mengunina og allan þann viðbjóð sem fylgir þessu þá væri kannski ekkert vitlaust að þeir myndu gefa með einhvers konar rykgrímur eða súrefnisgrímur, sérstaklega fyrir börn sem þurfa að anda þessu ógeði að sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“