fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Inga Sæland heldur nokkra hunda þrátt fyrir strangt bann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, Alþingiskona og formaður Flokks fólksins, heldur að minnsta kosti þrjá hunda í íbúð sem hún leigir af Brynju – hússjóði Öryrkjabandalagsins. Margítrekað er á heimasíðu sjóðsins að stranglega bannað sé að halda gæludýr í íbúðunum og einnig er tekið fram að heimsóknir gæludýra séu með öllu bannaðar. Inga hefur leigt íbúðina síðan árið 2011 en árið 2015 ítrekaði framkvæmdastjóri Brynju í bréfi til allra leigjenda að gæludýraeign væri með öllu óheimil. Hart er tekið á sumum leigjendum vegna bannsins en fyrir síðustu jól greindi Fréttablaðið frá því að öryrkja sem hélt hund í íbúð í Hátúni hefði verið sagt upp leigusamningi sínum og gert að yfirgefa íbúðina.

Íbúðin sem Inga Sæland leigir af Öryrkjabandalaginu er 148 fermetrar að stærð.
Hundurinn Lopi er einn af hundum Ingu

Gæludýrahald Ingu er aðeins ein af mörgum reglum og skilyrðum fyrir leigu hjá Brynju sem alþingiskonan uppfyllir ekki. Árstekjur einstaklinga sem leigja hjá hússjóðnum verða að vera undir 5,1 milljón króna en tekjur Ingu eru ríflega 20 milljónir króna á sama tímabili. Þá geta fasteignaeigendur ekki leigt íbúðir hjá hússjóðnum en í vikunni greindi DV frá því að Inga hefði fjárfest í einbýlishúsi á Ólafsfirði. Gríðarlegt eftirspurn er eftir íbúðum hjá Brynju og geta öryrkjar gert ráð fyrir því að bíða í meira en fjögur ár eftir að fá úthlutað íbúð. Yfir sex hundruð manns eru á biðlista eftir húsaskjóli og hefur hússjóðurinn brugðið á það ráð að loka fyrir umsóknir um eignir. Inga hefur réttlætt veru sína í íbúðinni með því að benda á að atvinna hennar sé ótrygg og hefur kallað fréttaflutning af stöðu hennar „viðbjóð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda