fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Sindri þorir ekki að senda börnin út í búð – „Hef ekki orðaforðann til að lýsa þessu almennilega“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Viborg þorir ekki að senda börnin sín út í búð af ótta við óreglufólk, síðasta sunnudag sá hann menn sprauta sig fyrir aftan búðina. Hann segir í Facebook færslu inni á hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt frá sóðaskap og ónæði frá leigjendum í gamla þjónustukjarnanum að Arnarbakka 2-6. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á eignunum og ætlar að ráðast í uppbyggingu á svæðinu, en ekki er ljóst hvort og þá hvenær leigusamningum verði sagt upp. Frá kauptilboðum má þó ætla að lítið verði aðhafst næsta árið. 

Sindri segir aðstæðurnar óviðunandi í nágrenni við Arnarbakka 2-6 í Breiðholti. Arnarbakki 2-6 er gamall þjónustukjarni í niðurníslu þar sem verslunin Iceland og Sveinsbakari eru meðal annars með starfsemi. Íbúar nágrennisins hafa mikið kvartað undan sóðaskap á svæðinu en hluti húsnæðisins að Arnarbakka 2-6 hefur verið skipt upp í lítil íbúðarými til útleigu og eru leigjendur þeirra, að sögn, ekki til fyrirmyndar.

Vímuefni ganga kaupum og sölu og vímuefnaneysla veldur sóðaskap og ónæði

„Á sunnudaginn var, þá fór ég í Iceland, bak við voru einhverjir höfðingjar að sprauta sig,“ segir í færslu Sindra. Á göngu milli Arnarbakka 4 og 2 varð hann vitni að skjálfhentum og illa til fara manni sem ruddist framfyrir  hann inn í verslunina Iceland. Þegar Sindri hafði lokið innkaupum sínum hljóp þessi sami maður út að ólöglega lagðri bifreið, dró fram seðla og afhenti ökumanni bifreiðarinnar í skiptum fyrir lítinn plastpoka. Hljóp maðurinn í kjölfarið inn í eina af útleigðu íbúðunum húsnæðinu.

Sindri hefur ítrekað orðið vitni af óreglufólki sem kemur í Iceland, valt á fótum, og  lýsir hann meðal annars lyktinni af þeim sem: „svo stækri að ég hálf skammast mín að hafa ekki orðaforðann til að lýsa þessu almennilega.“

Hann hefur séð lögregluna og handrukkara sækja leigjendur heim og hefur það eftir starfsmönnum í Sveinsbakarí og Iceland að um helgar þurfi þau að fara út til að týna sprautunálar svo þau geti „unnið í öruggu umhverfi.“ Leigjendur hafa hótað Sindra líkamsmeiðingum og lenti hann einu sinni í því að vera eltur í átt að heimili sínu fyrir þá sök eina að hafa horft í áttina að leigjandanum. Sindri sagði í samtali við blaðamann að þessir aðilar virðist oft  vera að leita  af rifrildum eða veseni og stafi mikinn ugg af þeim.

Nú er staðan orðin svo slæm að Sindri þorir ekki að senda börnin sín, 10 og 11 ára, út í búð. Ekki einu sinni á virkum dögum um hábjartan dag.

Óljóst með hvenær Reykjavíkurborg ræðst í framkvæmdir

Í samtali við DV segist Sindri ánægður með áætlanir Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á svæðinu, en Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Arnarbakka 2-6. Hann er þó hræddur um að töluverðan tíma muni taka borgina að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir. Kallar hann eftir því að Reykjavíkurborg boði til fundar með íbúum í Arnarbakka og nágrenni þar sem borgin geti veitt upplýsingar um áætlanir fyrir svæðið og hvort borgin hafi nú þegar eða muni segja upp leigusamningum óreglufólksins í Arnarbakka 2-6.

Lengi hefur staðið til að ráðast í uppbyggingu í Arnarbakka segir og Í verklýsingu fyrir Breiðholt í  Hverfisskipulagi Reykjavíkur frá 2015 að eitt af meginmarkmiðum borgarinnar fyrir Arnarbakka sé að stórbæta og fegra umhverfið. Meðal annars voru nefndar tillögur um bætta aðstöðu til útivistar með endurhönnun á umhverfi, uppsetningu bekkja, leikaðstöðu fyrir börn og hverfistorg, svo dæmi séu tekin.

Afhending í fyrsta lagi í ágúst 2019

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í nóvember í fyrra að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að annast viðræður og samningagerð við eigendur fasteigna að Arnarbakka 2-6 með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu og endurnýjun á svæðinu. Eigendur fasteignanna kærðu sig ekki um að ráðast í uppbyggingu í samstarfi við borgina og afréð Reykjavíkurborg þá að kaupa fasteignirnar, en kaupverð var um 472,5 milljónir króna.

Af kauptilboðum má ætla að Reykjavíkurborg verði ekki búin að fá allar eignir Arnarbakka 2-6 afhentar fyrr en í fyrsta lagi 1. ágúst 2019. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort og þá hvenær leigjendunum verði sagt upp leigusamningum, en samkvæmt húsaleigulögum þá yfirtekur kaupandi eignar öll réttindi og skyldur leigusala gagnvart leigjendum sínum við söluna svo ef seljendur eigna í Arnarbakka höfðu ekki sagt leigjendunum upp fyrir kaupin, þá lendir það á Reykjavíkurborg að taka ákvörðun um uppsagnir. Uppsagnafrestur leigusamninga er að jafnaði sex mánuðir, en þrír ef um stök herbergi er að ræða.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar vegna kaupanna segir: „Borgin hyggst þróa þessa reiti þannig að hægt verði að auka byggingarheimildir á þeim. Þá verður auglýst eftir uppbyggingar og rekstraraðilum sem geta gert nýja og spennandi hluti í hverfinu,“ en óljóst er hvort beðið verði eftir afhendingu allra eignanna að Arnarbakka 2-6 eða hvort hægt sé að hefja framkvæmdir og eftir atvikum rýmingu íbúða fyrir þann tíma. Íbúar gætu því þurft að bíða eitthvað enn eftir að losna við óreglu leigjendurna og jafnvel  í einhver ár til viðbótar  eftir uppbyggðum kjarna í Arnarbakkanum.

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar við vinnslu fréttarinnar.

Áður hefur DV fjallað um hugmyndir Flokks Fólksins um félagslegt húsnæði meðal annars í Arnarbakka. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“