fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ólafur sendir neyðarkall: Ótrúleg þrautarganga 22 ára sonar hans – „Klukkan er nú orðin 21.02 og enginn hefur hringt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2008 fluttu Ólafur Sigurðsson og fjölskylda hans heim til Íslands eftir búsetu erlendis. Sonur hans, sem þá var 12 ára, fæddist erlendis en fluttist til Íslands með fjölskyldunni. Hann er nú 22 ára. í grein í Morgunblaðinu í dag, undir yfirskriftinni „Öllum er sama“ fjallar Ólafur um þennan son sinn og þá miklu erfiðleika sem hann mætti eftir flutninginn til Íslands.

„Árið 2008 álpuðumst við til að flytja með hann heim. Það hefðum við aldrei átt að gera. Hér mætti hann einelti í skóla. Hann var ekki úr hverfinu, hafði ekki búið í sömu götunni alla ævi, og því var lokað á hann. Strákarnir vörðu sitt svæði. Enga nýja hingað, og alls ekki einhverja erlenda gaura. Hann var rólegur, viðkvæmur og feiminn, ekki nægilega töff. Skólayfirvöld vörðu hegðun þessara drengja. Þau sögðu að þessir strákar væru svo kaldir karlar og brostu af aðdáun.“

Segir Ólafur og bætir við að þegar pilturinn hafi byrjað í menntaskóla hafi sjálfstraust hans verið í rúst, hann hafi ekki reynt að tengjast samnemendum sínum heldur hafi hann farið með veggjum.

„Þegar krakkarnir hlupu út úr menntaskólanum á föstudegi til að fara saman niður í bæ, þá sá ég son minn labba einan á næstu strætóstöð. Hann átti sem sagt enga vini. Hann stóð sig ágætlega í námi, þegar hann nennti að líta í bók, en var farinn að mæta stopult.“

Segir Ólafur sem ræddi við námsráðgjafa í menntaskólanum og var sonur hans með í för.

„Hún horfði hvasst á hann og skammaði fyrir aumingjaskap. Ekkert annað.“

Þetta endaði með að sonur Ólafs hætti að mæta í skólann þegar hann hafði lokið 80 einingum af 140. Hann virtist ekki sjá neinn tilgang í að láta þetta ganga yfir sig.

„Þessa daglegu einsemd. Hann drakk ekki, reykti ekki, notaði ekki fíkniefni. Hann borðaði hollan mat, hugsaði vel um heilsuna, grannur, hár og myndarlegur ungur maður. Í dag er hann eins, algjör reglumaður, en hann situr heima í herberginu sínu og fer ekki út. Tíu árum eftir að hann kom heim til Íslands er hann lokaður inni í herbergi sínu, vinalaus og óhamingjusamur, dæmdur öryrki af kerfinu. Búið að afgreiða málið. Kerfið fær frið til að halda áfram að gera ekki neitt.“

Segir Ólafur sem er allt annað en sáttur við hvernig kerfið tók á málum sonar hans. Hann segir að þegar fjölskyldan bjó erlendis hafi syninum liðið vel. Allir voru vinir í bekknum og þess var gætt að enginn yrði útunda. Sonurinn var í fótbolta og tók þátt í félagsstarfi, hafi verið hress 12 ára strákur. Hann hafi alltaf verið sérvitur og skapmikill en ekkert sem gera þurfti veður út af. En í dag er hann gjörbreytur.

„Í dag er hann eins og vélmenni, svarar vélrænt, daufur og óhamingjusamur. Við hófum þá þrautagöngu að fá aðstoð við að ná honum útúr skelinni fyrir um sex árum. Ræddum fyrst við sálfræðinga og geðlækna. Þeir virtust ekki vera með neinar lausnir, „hann væri svo lokaður og þau væru ekki sterk í að opna fólk“. Ha? Að lokum var ástandið orðið það erfitt að við létum leggja hann inn á geðdeild Landspítalans. Þar stundu starfsmenn. „Hvað eigum við að gera?“ „Allt of mikið að gera og hann er ekki nægilega slæmt keis,“ sögðu þau. Honum voru gefin lyf. „Sjáum til hvað gerist.“ Ekkert breyttist, sonurinn alveg jafn daufur, og enginn fylgdi lyfjagjöfinni eftir. Bara sendur heim með poka af pillum. Okkur var bent á sálfræðing sem væri góður að eiga við unga stráka. Opna þá. Sálfræðingurinn greindi hann á einhverfurófi. Sálfræðingurinn var sérfræðingur í einhverfu. „Hann verður alltaf skrítinn. Hann mun líklega aldrei vinna, giftast eða eignast börn. Bara að finna fyrir hann búsetu með stuðningi og setja hann á örorku“.“

Segir Ólafur um reynsluna af að leita til lækna með soninn. Ekki var mikla aðstoð að fá hjá félagsþjónustunni að sögn Ólafs. Sonurinn var skráður sem öryrki að frumkvæði félagsþjónustunnar og foreldrunum sagt að það tæki mörg ár að útvega honum húsnæði, þangað til yrði hann að búa hjá foreldrunum.

„Drengurinn var orðinn öryrki. Dæmdur úr leik af kerfinu. Það var einfaldast. Enn og aftur fór hann heim og lokað sig inni. Þegar hann var hættur að nærast var hann lagður inn á göngudeild Landspítalans á Kleppi. Þar var hann í tvo mánuði fram að sumarfríum. Þá varð hann að fara heim.“

Segir Ólafur í grein sinni og bætir við hann hafi ekki viljað trúa að sonur hans gæti ekki átt eðlilegt líf. Hann hafi ekki virkað sem einhverfur, hafi frekar glímt við félagslega vanhæfni og verið leiður og dofinn.

„Þar lenti hann á milli skips og bryggju. Þar brást kerfið. Vissi ekkert hvernig það átti að bregðast við. Hann var lagður inn á geðdeild, þar sem hann á ekki heima. Félagsþjónustan brást. Samtímis vissi geðþjónustan ekkert hvernig hún á meðhöndla vandann. Mat hann ekki og sendi í félagsleg úrræði. Öllum sama. Enginn vann vinnuna sína.“

Segir Ólafur og segir að ástand sonar hans sé nú orðið miklu verra en þegar þrautagangan um heilbrigðis- og félagslegakerfið hófst fyrir sex árum

„Nú situr sonur minn einn í sínu herbergi, nærist ekki, hann er orðinn hættulega veikur. Í dag kallaði ég á hjálp. Ef ég náði í einhvern, þá var svarið „ég skal finna einhvern til að hringja í þig“. Klukkan er nú orðin 21.02 og enginn hefur hringt. Eigum við ekki að segja að þetta sé kerfið í hnotskurn. Enginn hringir, öllum er sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt