fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Agnieszka starfar sem strætóbílstjóri og fær 260 þúsund krónur á mánuði: Þarf að kaupa leikföng handa syni sínum í nytjaverslunum

Auður Ösp
Mánudaginn 19. nóvember 2018 19:30

Ljósmynd/Youtube síða Fólkið i Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki efni á því að fara í frí, ég get rétt svo greitt reikninga,“ segir Agnieszka Ewa Piotrowska en hún starfar sem strætisvagnabílstjóri. Fyrir fullt starf fær hún 260 þúsund krónur útborgaðar á mánuði.

Agnieszka Ewa segir sögu sína í meðfylgjandi myndskeiði sem gefið er út í tengslum við nýja herferð Eflingar sem ber nafnið Líf á Lægstu launum.

Í kynningartexta átaksins segir:

Verkafólk á Íslandi hefur staðið of lengi á jaðri samfélagsins. Það er kominn tími til að rödd verkafólks heyrist og líf þess og kjör verði öllum kunn. Í kjölfar verkefnisins FÓLKIÐ Í EFLINGU þar sem verkafólk segir sína sögu stígum við nýtt skref í sömu átt. Herferðin LÍF Á LÆGSTU LAUNUM dregur fram raunverulegar aðstæður fólks sem býr við þann „ómöguleika“ að lifa af lægstu launum og lykilstaðreyndir um kjör og skattbyrði launafólks.

Agnieszka segir að í rauninni sé ómögulegt að lifa af þessum launum.

„Ég þarf að borga reikninga og daggæslu fyrir barnið mitt og þegar ég er búinn að greiða það allt þá er ekkert eftir.“

„Ég byrja að vinna klukkan sex á morgnana en leikskólinn opnar ekki fyrr en klukkan sjö. Ef ekki væri fyrir kærastann minn þá gæti ég ekki unnið sem strætisvagnabílstjóri og verið líka með barn á leikskóla.“

Hún segist rétt svo eiga fyrir reikningum og helstu nauðsynjum en hún getur ekki leyft sér neinn lúxus þar fyrir utan.

„Ef ég ætla að kaupa ný leikföng handa barninu mínu þá þarf ég að horfa í hverja einustu krónu. Ég get ekki keypt ný leikföng í hverjum mánuði, ég þarf að reiða mig á verslanir eins og Góða Hirðinn og kaupa leikföng handa honum þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök