fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Opið bréf Jokku til Bjarna Benediktssonar: „Ég efast um að þú hafir staðið í Bónus og þurft að skila vörum úr körfunni“

Auður Ösp
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jokka G. Birnudóttir er 75 prósent öryrki síðan árið 2004. Í opnu bréfi sem hún stílar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra lýsir hún nöprum veruleika þeirra Íslendinga sem þurfa að reiða sig á strípaðar örorkubætur um hver mánaðamót.

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til niðurskurð frá áður samþykktum fjárlögum til að bregðast við kólnandi hagkerfi en einkaneysla er að dragast saman. Er lagt til að framlög til öryrkja verði lækkuð um 1.100 milljónir króna og hægt verði á framkvæmdum við nýjan Landspítala og nýtt skrifstofuhús Alþingis. Þetta kom fram í frétt DV þann 13.nóvember síðastliðinn.

Hátt í 100 manns hafa deilt bréfi Jokku á facebook eftir að hún birti það á miðlinum í gærkvöldi. Í samtali við blaðamann segir hún að sér sárni þegar ráðamenn þjóðarinnar nota orðið „fjármálalæsi“ þegar kemur að málefnum öryrkja.

„Þegar þú þarft að skrapa hverja krónu og sætta þig við að geta ekki lifað og ert upp á það komin að einhver maður suður í Reykjavík, sem ræður því hvort þú átt fyrir húsaleigunni, segir svona blákalt. Þegar þú kaupir 90 prósent af fötunum þínum hjá Rauða krossinum og allir hrósa þér fyrir útsjónarsemi, og maður brosir bara.“

Hér fyrir neðan má lesa bréf Jokku í heild sinni

Opið bréf til Bjarna Benedikssonar

Mig langar að biðja þig um að lesa aðeins eftirfarandi hugrenningar og setja þig í spor hins almenna borgara.

Hefur þú einhverntímann upplifað þá skömm að eiga ekki fyrir reikningum mánaðarins?
Ég efast um það.
Ég efast um að þú hafir nokkurntímann staðið í Bónus og þurft að skila vörum úr körfunni afþví þú áttir ekki fyrir þeim
Ég leyfi mér stórlega að efast um þú hafir staðið með kvíðahnút í maga í apótekinu, þar sem þú ert að leysa út lyfin þín, vitandi að kannski getir þú ekki leyst þau út því heimildin er búin á kortinu þínu
Að þú hafir þurft að fara í gegnum alla vasa á fötum, í allar skúffur, og selt flöskur til að eiga fyrir mjólk og brauði
Að fá senda innheimtuseðla frá Mótus af því þú misstir heilsuna, gast ekki unnið og kerfið er ekki að hjálpa þér
Að hafa setið fyrir framan kerfismanneskju sem horfir staðfastlega á tölvuskjáinn sinn og segist ekki geta hjálpað þér afþví þú passar ekki inn í kassann þeirra
Að hafa farið að skæla í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd því þér finnst erfitt að vera í þessari stöðu
Ég efast um þú hafir þurft að leita á náðir fjölskyldudeildar til að fá styrk svo barnið þitt geti verið í mat í skólanum
Að hlusta á börnin þín óska þess að fá svona eða hinsegin í jólagjöf og vita þú getur ekki keypt neitt handa þeim
Hvað þá að fá hnút í magann þegar börnin þín stækka því þá þarf að kaupa föt og skó, og það er erfitt að þurfa alltaf að leita til Rauða krossins eftir fötum.

Heyra svo frá ykkur að við höfum ekki fjármálalæsi?
Hver ætti einmitt að vera fjármálalæs ef ekki við? Sem þurfum að velta hverri einustu krónu, og taka ákvörðun um hvort eigi að borga alla reikninga og eiga þá ekki fyrir mat, eða sleppa kannski einn mánuð í viðbót með að borga annanhvern reikning?
Að heyra að við séum bara að misskilja? Enginn hafi fengið meiri hækkun en öryrkjar og aldraðir síðustu ára?
Við erum kannski ekki á þingi, en við erum ekki vitlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“