fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Stóru málin: Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 22:36

Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að lækka greiðslubyrði heimila að meðaltali um 50 þúsund krónur ef Orkuveitan lækkar gjaldskrá sína í stað þess að greiða arð til eigenda sinna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sem eiga í Orkuveitunni. Þetta er meðal þess sem kom fram í hlaðvarpsþættinum Stóru Málunum, þar sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Hildur fóru yfir borgar- og landsmálin í stjórnmálunum.

Hildur bendir á að borgarbúar hafi tekið á sig miklar gjaldskrárhækkanir, lánað Orkuveitunni þegar harðnaði í ári í gegnum borgarstjórn Reykjavíkur, og hafi þannig axlað heilmikla ábyrgð gagnvart fyrirtækinu án þess að fá mikið til baka.

Til stendur að greiða út arð til eigenda Orkuveitunnar í sex ár, aðgerð sem stjórn Orkuveitunnar hefur varið. Og á þeim tíma gætu heimilin sparað um 300 þúsund krónur verði gjaldskrá lækkuð í stað þess að greiða út arð.

Þá var einnig rætt um stöðu öryrkja og átök vegna fjárlagafrumvarps þar sem til stendur að lækka greiðslur til öryrkja úr fjórum milljörðum niður í rétt tæpa þrjá milljarða. Stóru málin eru í umsjón Vals Grettissonar, ritstjóra Reykjavík Grapevine og Bjartmars Alexanderssonar, blaðamanns DV og eru vikulega á dagskrá hérna á dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“