fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Rasískur veggspjaldavargur í Vesturbænum: „Getur einhver útskýrt þennan gjörning fyrir mér?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. október 2018 15:40

Samsett mynd/Skjáskot af Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver hefur hengt veggspjald sem á stendur „It‘s OK to be white“, eða „Það er í lagi að vera hvítur“ í ruslafötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hekla E. Aðalsteinsdóttir vekur athygli á þessu á Twitter og spyr: „Getur einhver útskýrt þennan gjörning fyrir mér?“

Veggspjaldið, sem virðist vera prentað A4 blað, á rætur sínar að rekja til herferðar nýnasista á spjallsíðunni 4chan, átti tilgangurinn að vera að hengja upp einföld skilaboð til að ögra „rétttrúnaðarfólki“ og ýta þannig þeim sem finnst skilaboðin sakleysisleg í átt að nýnasisma. Veggspjöld af þessu tagi hafa verið hengd á götum úti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og víðar, þar á meðal nálægt háskólum. Þess má geta að veggspjaldið hér á landi er steinsnar frá Háskóla Íslands. Slagorðið „Það er í lagi að vera hvítur“ hefur verið notað af rasistasamtökum á borð við Ku Klux Klan.

Slagorðið varð ekki að miklu fári líkt og vonast var til en vitað er til að kallað var til lögreglu í einu tilviki.

Fjölmiðlar greindu frá því fyrir tveimur árum að nýnasistar væru að hasla sér völl hér á landi. Um er að ræða hreyfingu sem á rætur að rekja til Norðurlandanna og nefnist Nordfront, eða Norðurvígi á íslensku. Norðurvígi dreifði bréfum í hús í Vesturbæ Reykjavíkur og hengdi upp plaköt.

Norðurvígi, eða Norræna mótstöðuhreyfingin, hefur það sem markmið að leggja niður íslenska ríkið í núverandi mynd og skapa í staðinn sjálfbært norrænt ríki með sameiginlegum her, gjaldmiðli og miðstýrðum banka, koma í veg fyrir að útlendingar flytjist til Norðurlanda og banna fjölmiðla sem vinna gegn norrænu fólki. Norðurvígi skaut aftur upp kollinum í sumar, greindi Stundin frá því að Norðurvígi hefði dreift veggspjöldum og límmiðum í Hlíðunum í Reykjavík.

DV sendi fyrirspurn á Norðurvígi varðandi veggspjaldið og slagorðið „It‘s OK to be white“ en svar hefur ekki borist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“
Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum