Stjórnunarhættir yfirmanna, vinnuaðstaða og launakjör hafa valdið ólgu meðal starfsmanna í kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík undanfarið. Mikil starfsmannavelta hefur verið hjá fyrirtækinu og margir hafa sagt upp og nokkrum hefur verið sagt upp. Nýir starfsmenn, sem hafa verið ráðnir í staðinn, koma flestir frá Eistlandi.
Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Aðalsteini Árna Baldurssyni, formanni stéttarfélagsins Framsýnar, að málið sé alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum. Hann sagði rétt vera að mikil starfsmannavelta hafi verið hjá fyrirtækinu og að undirliggjandi óánægja hafi verið hjá fyrirtækinu.