fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Par í kynlífsathöfn í Breiðholtslaug – Starfsmaður tók mynd og dreifði – „Gerist ekki aftur“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 26. október 2018 11:08

Ástaratlot gestanna voru tekin upp á öryggismyndavél sundlaugarinnar. Starfsmaður laugarinnar birti síðan myndir af atlotunum á Snapchat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af pari í ástaratlotum í Breiðholtslaug fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla í vikunni. Myndbandið var tekið upp af skjá öryggismyndavélar af starfsmanni laugarinnar sem sendi það út til fylgjenda sinna á Snapchat. Aðrir notendur tóku síðan skjáskot af myndbandinu og fóru myndirnar víða. Samkvæmt forstöðumanni laugarinnar er málið litið alvarlegum augum en gripið hafi verið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt eigi sér stað aftur.

Hafa tryggt að þetta komi ekki fyrir aftur

Umrætt myndband var tekið upp um miðjan dag í Breiðholtslaug í heitum potti undir útsýnissturni sundlaugavarða. Þar má sjá mann veita konu munnmök í ylvolgu vatninu. Ástaratlotin voru tekin upp á öryggismyndavél og tók starfsmaður laugarinnar afrit af verknaðinum og sendi út á Snapchat. Fram kemur að ungt barn hafi setið nærri í pottinum. Eins og áður segir vöktu myndirnar af fangbrögðunum mikla athygli á samfélagsmiðlum og bárust fregnirnar inn á borð stjórnenda sundlaugarinnar.

„Við lítum málið alvarlegum augum og tókum þegar á því. Við funduðum með starfsfólki og gripum til aðgerða sem ættu að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar. Að hennar sögn hefur trúnaðarbrot sem þetta ekki átt sér stað áður. Hún staðfesti ekki hvort starfsmaðurinn hefði fengið reisupassann.

Aðspurð hvort að óvænt ástaratlot gesta séu tíður viðburður í lauginni þá þvertekur Sólveig fyrir það. „Slíkt gerist nánast aldrei. Í þau örfáu skipti sem gestir fara út fyrir einhver mörk þá hefur dugað að starfsmenn biðji gesti að láta af þessari iðju,“ segir Sólveig.

Skjáskot af myndbandinu sem birtist á Snapchat. Eins og glöggt má sjá greinir starfsmaður frá því að „krakki“ sé skammt frá hinu ástleitna pari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti