fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Margrét eyddi 600 tímum í eftirlit með bragganum – Samt langt yfir áætlun – Ótrúlegar upphæðir

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektastofan Arkibúllan eyddi 616 klukkutímum í umsjón og eftirlit með byggingu braggans í Nauthólsvík. 114 klukkutímar fóru í vettvangsferðir og fundi vegna braggans. Þetta kemur fram í reikningum sem DV hefur undir höndum.

Margrét Leifsdóttir, arkitekt hjá Arkibúllunni, sagði í samtali við Mbl í gær að hún hefði ekki verið aðalhönnuður verkefnisins. Nefndi hún ekki hver væri hönnuðurinn en sagði að hennar hlutverk hefði aðeins verið að hafa eftirlit með verkefninu. Margrét segir að hún hafi tekið þátt í hugmyndavinnu á upphafsstigum verkefnisins hjá Arkibúllunni, en Arkibúllan hefur aðsetur á heimili Margrétar. Miðað við lægsta taxta greiddi borgin Arkibúllunni meira en 8 milljónir í eftirlit og umsjón með verkefninu. Þá var Margrét verkefnisstjóri braggans sem fór langt yfir áætlun, má finna nafn Margrétar á hinum ýmsu reikningum frá hinum og þessum fyrirtækjum.

Reykjavíkurborg greiddi Arkibúllunni alls rúmar 35 milljónir fyrir verkefnið á Nauthólsvegi 100.

Eins og komið hefur fram í fréttaflutningi af málinu fór verkefnið langt yfir áætlun, bæði tímalega séð, sem og fjárhagslega. Upprunarlega var áætlað að verkefnið myndi kosta 158 milljónir en samkvæmt reikningum sem DV hefur undir höndum kostaði verkefnið yfir 410 milljónir.

Líkt og DV greindi frá í gær tók það Arkibúlluna 1.300 klukkutíma að hanna byggingarnar á svæðinu, braggann, skálann og fyrirlestrarsalinn. Samtals er um að ræða meira en 2000 klukkutíma af vinnu af hálfu Arkibúllunnar. Tímakaupið var á bilinu 13.280 krónur til 14.720 krónur, eða 13.924 krónur að meðaltali. Í frétt mbl.is er haft eftir Margréti að hún hafi einungis haft eftirlit með verkefninu. Samkvæmt bókhaldinu fóru yfir 600 klukkustundir í að hafa eftirlit með verkinu.

DV mun halda áfram að birta upplýsingar úr braggabókhaldinu á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“