fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fengu 33 milljónir vegna braggans – 170 tímar í að hanna lýsingu – Kostnaðaráætlanir stóðust aldrei

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. október 2018 22:10

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg greiddi verkfræðistofunni EFLU rúmlega 33 milljónir króna fyrir verkefni tengd bragganum í Nauthólsvík. Þetta kemur fram í reikningum sem DV hefur undir höndum. EFLA er verkfræðistofa staðsett á Höfðabakka og sáu starfsmenn fyrirtækisins meðal annars um að gera teikningar fyrir braggann ásamt því að sinna einhverju eftirliti með verkinu, ásamt hönnunarvinnu eins og ljósahönnun.  Áður hefur DV greint frá því að Margrét Leifsdóttir og aðrir arkitektar hjá Arkibúllunni hafi varið 1.300 klukkustundum í að hanna braggann í Nauthólsvík. Margrét sagði fyrr í dag að hún væri ekki aðalhönnuður verksins og hún hafi aðeins tekið þátt í hugmyndavinnunni. Margrét var annar verkefnisstjóri verkefnisins og segir að hún hafi einungis sinnt eftirliti og ráðgjöf. Þess má geta að 600 klukkutíma fóru í umsjón og eftirlit og rúmlega 100 tímar í vettvangsferðir og fundi vegna hönnunar. Á lægsta taxta fór því um 11 milljónir eingöngu í að hafa eftirlit, ráðgjöf og fundi. Verkfræðingar hjá EFLU sáu meðal annars um að gera teikningar fyrir braggann ásamt því að sinna einhverju eftirliti með verkinu, ásamt hönnunarvinnu eins og ljósahönnun.

 

En aftur að verkfræðistofunni EFLU. DV hefur undir höndum allt bókhald tengt hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Í þeim gögnum sem snerta EFLU kemur í ljós að Reykjavíkurborg greiddi verkfræðistofunni rúmar 33 milljónir króna. Þar er þó ekki að finna fyrsta kostnaðarmatið á hinum umdeilda bragga, en eins og frægt er orðið átti bragginn upphaflega að kosta um 150 milljónir. Kostnaður nú er kominn yfir 400 milljónir.

Efla tók að sér hin ýmsu verk. Þeir hönnuðu meðal annars lýsingu í húsnæðinu ásamt útilýsingu. Alls fóru tæplega 170 klukkutímar í það eitt að hanna lýsinguna í húsinu og val á lömpum eða eins og segir í einum reikningum:

Ýmislegt gekk á hjá EFLU á meðan verkinu stóð. Var oft fundað vegna þess hvernig átti að lýsa upp Braggan. Á reikningi fá 28. mars 2017 kemur fram að fjórum sinnum á fyrstu tíu dögum febrúarmánaðar hafi lampaplan verið yfirfarið og lampalisti uppfærður ásamt því að lampaplani var breytt. Svipaðar skýringar má finna á fleiri reikningum, meðal annars í nóvember 2017 þar sem 12,5 klukkustund fara í að fara yfir lampaval og breytingar með arkitekt.

 

Þá er að finna í reikningum tengt EFLU frá 22. mars á þessu ári þar sem Margrét Leifsdóttir óskar eftir fundi með verkfræðingum EFLU vegna plássleysis í tæknirými. Sá fundur tók 3 klukkutíma. Þetta eru eingöngu örfá dæmi en samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum var eingöngu hönnun við ljós 3,5 milljónir króna. Inni í því eru ekki kaup á ljósunum sjálfum en þau voru meðal annars sérpöntuð frá Þýskalandi og heimsótti Margrét framleiðslustaðinn rétt fyrir utan Berlín. Segir Margrét í samtali við DV að hún hafi farið á eigin vegum.

Alls unnu starfsmenn EFLU í 1790 klukkutíma við braggann. Tímakaupið er misjafnt, allt frá 11 þúsund krónum og upp í 20 þúsund krónur. EFLA gerði tvær kostnaðaráætlanir fyrir braggann, í hvert skipti jókst kostnaðurinn um tugi milljóna ásamt því að rukka reglulega fyrir breytingar í kostnaðaráætlun. Alls fékk EFLA greitt yfir 33 milljónir króna fyrir aðkomu sína að braggamálinu.

Kostnaðaráætlanir EFLU stóðust aldrei og fór verkefnið langt yfir áætlaðan kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“