fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. október 2018 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum allt bókhald tengt hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík. Í gögnunum sem DV hefur undir höndum kemur fram að það tók Margréti Leifsdóttur, arkitekt hjá Arkibúllunni og samstarfsfólk hennar meira en 1.300 klukkustundir að hanna braggann í Nauthólsvík. Það eru rúmir 160 vinnudagar sé tekið mið af 8 klukkutíma vinnudegi án þess að taka mat eða kaffi. Þá fóru yfir 600 klukkutímar í umsjón og eftirlit með hönnuninni og 114 í vettvangsferðir og fundi vegna hönnunar. Reykjavíkurborg greiddi Arkibúllunni rúmar 28 milljónir fyrir hönnunina, alls um 35 milljónir króna, það er önnur upphæð en kemur fram í yfirliti borgarinnar, nánar verður fjallað um það síðar.

DV mun greina nánar frá ýmsum reikningum sem Reykjavíkurborg greiddi í tengslum við braggann. Þar á meðal barnum. DV/Hanna

Samtals er um að ræða um 2000 klukkutíma tengt hönnun. Tekið skal fram að þarna er aðeins um Arkibúllu Margrétar að ræða. Fleiri komu að hönnun meðal annars verkfræðistofan Efla og Dagný land Design ehf, en þær tölur eru ekki inni í þessari umfjöllun. Kostnaður vegna hönnunar eingöngu er í tugum milljóna talið.

Samkvæmt reikningum og tímaskýrslum áttu sér stað miklar breytingar á hönnun braggans á framkvæmdatímanum sem voru einnig mjög kostnaðarsamar.

Margrét Leifsdóttir er barnabarn Gísla Halldórssonar arkitekts og er Arkibúllan með starfsemi sína á heimili hennar. Hún er ekki skráður eigandi fyrirtækisins.

Ef aðeins hönnun Margrétar er tekin út fyrir sviga án eftirlits, vettvangsferða og funda kostaði það Reykjavíkurborg rúmar 35 milljónir króna. Samkvæmt reikningum sem DV hefur undir höndum var Arkibúllan að rukka borgina fyrir hönnun á bragganum fram í apríl á þessu ári.

Reikningarnir frá Arkibúllunni á Tómasarhaga, sem sendir voru á eignasjóð Reykjavíkurborgar, sýna að  hönnunin hófst í desember 2015 og hélt hún áfram fram í mars á þessu ári. Alls fóru 171 vinnudagur, þegar miðað er við 8 klukkutíma á dag, í hönnunina á bragganum.  Tímakaupið var á bilinu 13.280 krónur til 14.720 krónur, eða 13.924 krónur að meðaltali.

Rukkað var fyrir 127 klukkutíma í febrúar 2016 og meira en 150 klukkutíma fyrir hönnun í maí 2016. Svo virðist sem hlé hafi verið gert á hönnuninni í byrjun árs 2017 og í byrjun árs 2018. Á þessu ári var borgin rukkuð fyrir 118 klukkutíma í hönnun á bragganum, hönnunin á þessu ári kostaði borgina meira en tvær milljónir króna.

Margrét Leifsdóttir arkitekt hjá Arkibúllunni hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Gögnin sem DV hefur undir höndum sýna að Margrét kvittaði upp á reikninga sem verktakar sendu á Reykjavíkurborg, í nokkrum tilvikum kvittuðu aðrir starfsmenn Arkibúllunnar upp á reikninga frá verktökum fyrir hönd Margrétar.

Á núverandi heimasíðu Arkibúllunnar er ekki að finna upplýsingar um starfsferil Margrétar en í fyrri útgáfu vefsíðu Arkibúllunnar kemur fram að Margrét starfaði hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar frá árinu 2013 og var hún enn skráð sem starfsmaður á mannauðssviði borgarinnar á vef Arkibúllunnar í ágúst 2016.

Í yfirlýsingu sem er birt á vef Arkibúllunnar segir að verkið á Nauthólsvegi 100 sé unnið samkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar og að Arkibúllan hafi hannað enduruppbygginguna í samræmi við óskir verkkaupa.

Hönnunin á verkefninu í Nauthólsvík 100 er aðeins einn angi þessa máls. Arkibúllan rukkaði Reykjavíkurborg einnig um umtalsverðar fjárhæðir fyrir eftirlit með hönnuninni. Eða eins og kemur fram hér að ofan þá fóru alls 171 vinnudagur, þegar miðað er við 8 klukkutíma á dag, eingöngu í hönnunina á bragganum.

Uppfært

Margrét sem var verkefnastjóri segir að hún hafi ekki verið aðalhönnuður í samtali við mbl.is en hún hafi tekið þátt í hugmyndavinnunni. Þar kemur fram og haft eftir henni að eftir það hafi hún einungis sinnt eftirliti og ráðgjöf. Þess má geta að yfir 600 klukkutímar fóru í að hafa umsjón og eftirlit með hönnuninni og 114 klukkustundir í vettvangsferðir samkvæmt reikningum frá Arkibúllunni sem staðsett er á heimili Margrétar.

DV mun halda áfram að birta upplýsingar úr braggabókhaldinu í dag og á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá