Fjöldi íslenskra kvenna hafa lýst á Twitter hvernig þær upplifa dagsdaglega ótta við að vera einar með karlmönnum. Tístin hófust þegar Heiður Anna deildi tísti Twitter-notandans Sara Suze þar sem hún segist vilja minna menn á að eðlilegt daglegt líf getur skjótt orðið hættulegt fyrir konur.
Ég gleymi alltaf að það er ekki eðlilegt að líða svona og gera endalausar öryggisráðstafanir og það er algjörlega fökkd
— Kratababe93 (@ingabbjarna) October 8, 2018
Hef alltaf kallinn heima þegar eg sel eitthvað út af heimilinu. Bara ef…
— Ólöf Steingríms (@olofsteingrims) October 8, 2018
Ég held alltaf á símanum mínum þegar ég fer til dyra. ALLTAF.
— Elísabet Kristjana (@boneless_beta) October 8, 2018
Ég opna einmitt aldrei þegar ég veit ekki hver er að koma, ekki einu sinni fyrir póstinum því mér finnst ég svo berskjölduð Á MÍNU EIGIN HEIMILI
— Fanneydora (@FanneydoraV) October 8, 2018
Passaði að hafa Kristján heima þegar við gáfum ísskápinn okkar á netinu um daginn. Fríkaði svo þegar maður vildi sækja ísskapinn áður en Kristján kæmi heim úr vinnunni en andaði léttar þegar ég sá að konan hans var með. Ekki í lagi.
— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) October 8, 2018
Fór heim til eins um daginn að skoða hlut sem var auglýstur á bland, ekki séns að ég færi ein. Bað maka, bróður eða föður að koma með mér. Það er orðið svo eðlislægt að vernda sig að það er eiginlega sick.
— Elísabet Brynjars (@betablokker_) October 8, 2018
Þegar ég flutti úr íbúð í Kópavogi seldi ég húsgögn á bland. Það bað maður um að fá að koma og sækja það. Ég tók sér bíltúr upp í Norðlingaholt til að sækja litlu frænku mína (sem þá var btw 2 ára) til að hafa hana til að passa mig á meðan! Hugsa reglulega um hvað það var sturlað
— Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) October 8, 2018
Seldi borð um daginn, maður að kaupa. Þorði ekki fyrir mitt litla líf að vera ein og bað manninn minn um að taka á móti honum.
Fannst ömurlegt að geta ekki bara gert þetta sjálf og þurfa að hræðast eitthvað svona!— Elín Jónsdóttir (@elinjons92) October 8, 2018
Labbaði framhjá húsinu mínu með tvo þunga poka um daginn, extra hringur um hverfið af því maður sem hafði labbað eftir mér heim var fullur = hættulegur.Ef ég panta pitsu ein heima öskra ég að maturinn sé kominn, áður en ég opna hurðina svo sendilinn viti ekki að ég sé ein
— Kristbjörg Una (@Kristbjorg_Una) October 9, 2018