fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Óli Geir sakaður um selja ódýr úr sem eigin hönnun: „Var að klára þetta úr“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðufærslunni hefur nú verið eytt.
Var að klára Stöðufærslunni hefur nú verið eytt.

Ólafur Geir Jónsson, eða Óli Geir líkt og flestir þekkja hann, birti í fyrradag á Facebook-síðu sinni mynd af úri en orð hans mátti skilja sem svo að hann hafi hannað það sjálfur. Óli Geir haslaði sér nýverið völl í úra-bransanum undir nafninu Nora Watches en rekstrarfélagið var stofnað í fyrra.

Bæði á Twitter og Facebook hefur verið bent á að úrið sem Óli Geir var svo stoltur af væri raunar úr sem er selt á vefsíðunni Gearbest.com og kostaði þar tæplega 30 dollara. Þó þetta úr sé ekki selt í vefverslun Nora ennþá, þá kostar ekkert úr þar minna 15 þúsund krónur. Oftar en einu sinni hefur verið fjallað um viðskiptaævintýri Óla Geirs og má þar helst nefna Keflavík Music Festival, þar sem flestir tónlistarmenn afbókuðu komu sína og sátu gestir eftir með sárt ennið.

Hér má sjá mynd af úrinu á Gearbest.com sem kostar um þrjú þúsund krónur.
Mini Focus Hér má sjá mynd af úrinu á Gearbest.com sem kostar um þrjú þúsund krónur.

Líkt og fyrr segir birti Óli Geir stöðufærsluna í fyrradag og skrifaði: „Var að klára þetta úr. Cooming soon. Nýir og spennandi tímar fram undan hjá NORA.“ Stöðufærslan var sýnileg á Facebook-síðu Óla Geirs um klukkan fjögur í gær en hefur nú verið fjarlægð.

DV reyndi að ná tali af Óla Geir um það leyti án árangurs, bæði á Facebook og í síma. Líkt og sjá má þegar mynd Óla Geirs er borin saman við mynd af fyrrnefndum vef þá er klukkan í báðum tilvikum ríflega tíu. Eini munurinn virðist vera að í stað „Mini Focus“ stendur „Nora“ á úrinu.

Athygli hefur verið vakin á þessu víða á netinu og skrifar Daníel Ólafsson til að mynda á Twitter: „Hversu soon Óli Geir? Bara as soon as sendingin af þessum 28.36$ úrum lenda hjá þér? Spennó tímar hjá NORA maður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald