fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Kristinn Hrafnsson tekur við sem aðalritstjóri WikiLeaks

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. september 2018 03:59

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2006 hefur Julian Assange verið í fyrirsvari fyrir WikiLeaks en hann hefur notað ýmsa titla um starf sitt hjá samtökunum, allt frá því að vera talsmaður til þess að vera útgefandi og ritstjóri. Í tilkynningu frá WikiLeaks á Twitter kemur fram að Assange útnefni nú Kristinn sem aðalritstjóra vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru en hann hefur sjálfur verið sambandslaus við umheiminn í sex mánuði en hann dvelur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Einu samskipti Assange við umheiminn eru í gegnum lögmenn hans. Assange verður áfram útgefandi.

Nýr forseti Ekvador ákvað í mars að loka fyrir samskipti Assange við umheiminn frá sendiráðinu og því hefur Assange ekki netaðgang. Hann hefur dvalið í sendiráðinu árum saman, frá 2012, til að forðast handtöku en hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna ef hann verður handtekinn. Málið hófst með að sænsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Assange vegna rannsókna á meintum kynferðisbrotum hans þar í landi. Hann var kærður fyrir nauðgun og fyrir kynferðislega áreitni. Sænsk yfirvöld hafa nú hætt rannsókn málsins en Assange heldur enn til í sendiráðinu.

Í tilkynningu WikiLeaks er haft eftir Kristni að hann fordæmi þá meðferð sem Assange hefur hlotið og hafi nú leitt til þess að hann taki við sem aðalritstjóri en fagni þeirri ábyrgð sem hann tekst nú á við til að tryggja áframhald þeirrar mikilvægu vinnu sem er byggð á hugmyndafræði WikiLeaks.

Tilkynning WikiLeaks.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“