fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Litháískur maður sem búsettur hefur verið á Íslandi sagður horfinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. september 2018 12:20

 

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bróður míns, Andrius Zelenkovas, er saknað. Síðast sást til hans í Reykjavík á Íslandi þann 29. júlí. Hann sagði vinum sínum að hann ætlaði aftur til Litháen eða til Svíþjóðar. Við höfum engar upplýsingar um að hann hafi snúið til Litháen né hvar hann er niðurkominn. Vinsamlega hafið samband við mig ef þið hafið séð hann eða hafið upplýsingar um hann.“

Þetta skrifar kona að nafni Ausra Dawn á Facbook-síðu sína. Ausra er búsett á Englandi en bróðir hennar er íslenskur ríkisborgari miðað við þær upplýsingar að hann er skráður í þjóðskrá. Í þjóðskrá er hann skráður með lögheimili í Litháen. Í öðrum skrám kemur fram að hann hefur einhvern tíma haft aðsetur að Ránargötu í Reykjavík. Hann er tæplega 28 ára gamall.

Ausra Dawn segir í ummælum undir færslu sinni að hún hafi verið í sambandi við lögreglu á Íslandi vegna málsins en ekki hafi fengist nein svör um afdrif bróður hennar. Íslenska lögreglan hefur hins vegar ekki lýst eftir Andrius. Aftur á móti hefur verið lýst eftir Andrius í litháískum fjölmiðlum.

Ekki hefur náðst samband við lögreglu vegna málsins í dag en DV bíður svara við fyrirspurn til lögreglu um mál Andrius Zelenkovas.

DV hafði samband við Ausra Dawn vegna málsins en hún neitar að tjá sig við fjölmiðla um það og segir að fjölmiðlar verði að fá allar upplýsingar frá lögreglu. Er það í nokkurri mótsögn við að hún lýsir sjálf eftir honum í opnum færslum á samfélagsmiðlum. Þegar DV tjáði Ausra að Andrius virtist vera með íslenskan ríkisborgararétt útilokaði hún blaðamann frá Facebook-reikningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“