fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Þorsteinn dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. maí 2018 15:49

Þorsteinn Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. RÚV greinir frá þessu en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstóla. DV fjallaði á dögunum ítarlega um mál Þorsteins en hann er sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut  ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengurinn var fimmtán ára.

Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil en Vísir greindi frá því á dögunum að flokkurinn hafi fjarlægt nafn hans af heimasíðu sinni. Þá starfaði Þorsteinn á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem hann stýrði þáttum um klassíska tónlist.

Líkt og fyrr segir hófust  brot Þorsteins gegn piltinum þegar sá var fimmtán ára. Þorsteinn gaf piltinum peninga, tóbak og farsíma og nýtti sér yfirburði sína gagnvart honum til að hafa við sig samræði og önnur kynferðismök. Þá tók hann klámmyndir af piltinum og geymt í læstri möppu í farsíma sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum