fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Matthías kaupir 10 íbúðir í Eyjum: Fær samtals 100 milljónir að láni til 50 ára

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 11. maí 2018 09:00

Matthías Imsland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri og aðstoðarmaður ráðherra, hefur á undanförnu ári fjárfest í tíu íbúðum í Vestmannaeyjum í gegnum félag sitt, MPI ehf. Heildarkaupverð eignanna er tæplega 130 milljónir króna. Matthías hefur fjármagnað kaupin með hagstæðum lánum frá Íbúðalánasjóði og er lánstíminn í öllum tilvikum 50 ár. Skilyrði fyrir slíkum lánveitingu er að félagið leigi íbúðirnar út til langs tíma og sé ekki rekið í hagnaðarskyni.

Kom með 25 milljónir í eigið fé

Matthías keypti fyrstu eignina í mars 2017. Flestar eignirnar voru keyptar á tímabilinu apríl til maí 2017 en sú síðasta var keypt í byrjun janúar á þessu ári. Tvær íbúðirnar eru í fjölbýlishúsi að Áshamri 59, ein í Áshamri 61 og önnur í Áshamri 75. Þá keypti Matthías heila húseign við Kirkjuveg 28 sem skiptist í þrjár íbúðir. Að auki fjárfesti hann í einni íbúð í Foldahrauni 40 og tveimur í Foldahrauni 42.

Fasteignaverð í Vestmannaeyjum er fjarri því eins hátt og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Dýrasta íbúðin sem Matthías fjárfesti í kostaði 16,5 milljónir, sem er tæplega 90 fermetra íbúð í Áshamri 75. Heildarkaupverð eignanna er 126,5 milljónir króna. Matthías fékk mjög hagstæð lán frá Íbúðalánasjóði á hverja eign. Alls 80% af kaupverði hverrar eignar á 4,2% vöxtum. Það þýðir að Matthías fékk alls 101,5 milljónir króna að láni frá ríkisstofnuninni. Félag hans þurfti aðeins að leggja um 25 milljónir króna út í eigið fé til þess að eignast íbúðirnar tíu.

Arðgreiðslur bannaðar

Verulega athygli vekur að lánstími lánanna frá Íbúðalánasjóði er 50 ár. Til að njóta slíkra kjara þurfa félög að uppfylla margvísleg skilyrði. Meðal annars verður félagið að hafa það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis. Þá má félagið ekki vera rekið í hagnaðarskyni. Arðgreiðslur eru bannaðar og aðeins er heimilt að nota þá fjármuni til vaxtar eða viðhalds félagsins eða til niðurgreiðslu lána.

Ljóst er að félag Matthíasar, MPI ehf., uppfyllir þessi skilyrði fullkomlega. Í stofngögnum félagsins kemur fram að tilgangur félagsins sé „að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis til lengri tíma. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og að eðlilegur rekstrarafgangur verði notaður til vaxtar eða viðhalds félagsins eða til niðurgreiðslu lána.“

Um tíma innsti koppur í búri hjá Íbúðalánasjóði

Ólíklegt verður þó að teljast að einstök samfélagsleg umhyggja ráði för hjá Matthíasi.  Ef veðmálið gengur upp og fasteignamarkaðurinn í Eyjum tekur við sér, eins og ýmislegt bendir þegar til, þá getur hann alltaf selt félagið til annarra fjárfesta eða leigufélaga.

Matthías þekkir vel til hjá lánardrottni sínum, Íbúðalánasjóði. Hann var þar innsti koppur í búri þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, frá því í maí 2013 fram í janúar 2016 þegar hann færði sig um set til þess að aðstoða Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra. Í störfum sínum kom hann að ýmiss konar endurskipulagningu hjá stofnuninni. Til að mynda skrifaði Eygló undir reglugerðina, vegna lána til byggingar eða kaupa leiguíbúða, í nóvemberlok 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur