fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Morðalda í ferðamannaparadís – 14 myrtir á 36 klukkustundum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 18:00

Frá Mexíkó. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa 113 manns verið myrtir í Cancún í Mexíkó. Flest morðanna tengjast fíkniefnaheiminum í borginni en lögreglan óttast að morðaldan muni færast nær ferðamönnunum í borginni en þeir eru mikilvæg tekjulind og því er mikið lagt upp úr að vernda þá. Hámarki morðöldunnar, að minnsta kosti til þessa, var náð þann 4. apríl þegar 14 manns voru skotnir til bana á aðeins 36 klukkustundum.

Yfirvöld óttast að morðaldan muni hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og íbúar borgarinnar hafa miklar áhyggjur af ástandinu enda mun það hafa mjög slæm áhrif ef ferðamenn hætta að koma til borgarinnar. Flest morðanna eru óleyst og sífellt fleiri ferðamenn heyra um þessa morðöldu.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur hækkað viðvörunarstig sitt fyrir Quintana Roo héraðið, þar sem Cancún er, frá því sem áður var og hvetur fólk til að sýna varkárni en hefur ekki gengið svo langt að ráða fólki frá ferðum til Cancún.

USA Today segir að tæplega 30.000 manns hafi fallið fyrir morðingjahendi í Mexíkó á síðasta ári. Á fyrstu tveimur mánuðum 2018 hækkaði morðtíðnin í landinum 21 prósent frá sama tíma 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag