fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Halldór efast um sannleika samkynhneigðs flóttamanns: Kynsvelti úrræði fyrir „blámann“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. mars 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudaginn 19. mars komu tíu samkynhneigðir flóttamenn til Íslands frá flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenýa. Upprunalega koma þeir frá Úganda en flúðu þaðan vegna mikilla fordóma, ofsókna og óvildar stjórnvalda þar í landi gagnvart hinsegin fólki.

Einn þeirra, Kenneth sem er 23 ára gamall, var í viðtali hjá RÚV á miðvikudag og lýsti reynslu sinni eftir að upp komst að hann væri samkynhneigður og ætti í sambandi við skólabróður sinn þegar hann var aðeins 15 ára. „Faðir minn sagði viðbjóðslega hluti við mig, sagði að hann myndi drepa mig léti ég sjá mig nálægt honum aftur“ sagði Kenneth.

Á hverju ári eru hundruðir manna myrtir án dóms og laga af reiðum múg í Úganda og Kenneth óttaðist um líf sitt. Þá fékk hann heldur enga vinnu vegna ungs aldurs og sótti ekki skóla. Þegar hann var tvítugur flúði hann austur yfir landamærin til Naíróbí og sótti um hæli en þar tók ekki betra við. Kenneth segir að samkynhneigðir flóttamenn hafi verið handteknir, áreittir, ofsóttir og neyðst til að sjá fyrir sér með vændi. Sumir félagar hans lifðu þá vist ekki af.

Í eitt skipti varð Kenneth sjálfur fyrir alvarlegri líkamsárás. Hann var barinn, grýttur og hótað að kveikja í honum. „Ég hélt það yrði mitt síðasta, það var versta stund lífs míns“ sagði hann. Kenneth fór að einangra sig inni við og það tók á andlega og um tíma var hann með sjálfsvígshugsanir.

Fyrir skemmstu bauðst honum að koma til Íslands sem flóttamaður og vera einn af þeim tíu sem Mosfellsbær samþykkti að taka við í október síðastliðnum.

Sjálfstæðismaður efast um sögu „blámanns“

Halldór Jónsson, verkfræðingur og þekktur bloggari, skrifaði um mál Kenneth daginn eftir að viðtalið birtist. Halldór er áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins og hefur meðal annars gegnt stöðu skoðunarmanns reikninga í Kópavogi fyrir flokkinn. Hann hefur skrifað á Moggablogginu í áraraðir og iðulega er vitnað í hann í Staksteinum. Fjölmargir hafa gagnrýnt skrif Halldórs á samfélagsmiðlum. Einn af þeim er Egill Helgason sem stýrir Silfrinu á RÚV.  Í færslunni Var það ekki hjartaskerandi segir Halldór:

Að hlusta á blámanninn nýkomna frá Úganda sem lýsti öllu því sem hann varð að líða fyrir að vera hinsegin. Pabbi hans hótaði að drepa hann og fjölskyldan útskúfaði honum, hann var laminn og hrakinn og ég veit ekki hvað. Nú getur hann verið ofsalega hamingjusamur hann sjálfur í Mosó.

Viðtalið vakti einnig upp nokkrar spurningar í huga Halldórs.

Af hverju var hann að kalla þetta allt yfir sig sjálfur? Gat hann ekkert séð fyrir og velt fyrir sér að þegja?

Hver ætlar að fylgjast með því að öll stórfjölskyldan hans sem var svona vond við hann að hans eigin sögn, sé bara ekkert svo vond lengur og flytji öll til Mosó á grundvelli nýju útlendingalaganna þeirra Unnar Brár og Proppé?

Mikið geta svona sögur skorið í hjartað, sérstaklega ef maður heldur að þær séu sannar.

„Kynsvelti er úrræði“

Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, svaraði Halldóri á síðu hans með dæmisögu af dreng sem ólst upp í sömu götu og hann. Dreng sem sem vildi frekar leika sér með dúkkur en bíla og var hæddur fyrir vikið.

Og þá er bara spurt: Af hverju var hann að kalla þetta yfir sig sjálfur? 

Gat hann ekkert séð fyrir og velt fyrir sér að þegja?

Það er ekki spurt: Af hverju þurftu allir að hæða hann, spotta, leggja í einelti og eyðileggja mesta hluta lífs hans. 

Nei, það virðist vera talið eðlilegt.”

Halldór svaraði Ómari og sat við sinn keip. Að sumir kæmu seint úr skápnum að yfirlögðu ráði.

Ég þekki ekki sögu negrans frá Úganda. En ef þetta að vera hinsegin er svona slæmt þar, hefði hann ekki átt að vega og meta? Geta menn ekki lifað án þess að þjóna kynhvöt sinni og finna henni stað hjá öðrum? Eitt sinn var sagt: Sjálfs er höndin hollust osfrv. Kynsvelti er úrræði sem menn verða að hugleiða ef það er til að bjarga lífi og limum.”

Eins og áður segir hafa fjölmargir gagnrýnt skrif Halldórs á samfélagsmiðlum en pistillinn stendur enn og kunnu á fjórða tug að meta innihald hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg