fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Eva Dís stundaði vændi í Danmörku: „Ég þekki ófáar konur sem hafa tekið líf sitt eftir vændi“

Auður Ösp
Mánudaginn 26. mars 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfitt að lifa með skömminni. Svo bætist líka óttinn ofan á,“ segir Eva Dís Þórðardóttir, leiðbeinandi hjá Stígamótum en hún leiddist útí í vændi eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega sem barn. Hún bendir á að skaðlegustu áhrif kynferðisofbeldis séu vændi og sjálfsvíg en sjálf þekkir hún ófáar konur sem hafa leiðst út í vændi og bundið enda á líf sitt í kjölfarið.

Segir hamingjusömu hóruna ekki til

Eva Dís steig fram í söfnunarþætti Stígamóta sem sýndur var í nóvember 2016 og vakti frásögn hennar mikla athygli. Í þættinum sagði Eva frá því hvernig hún leiddist út í vændi eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega frá barnæsku. Eftir misnotkunina var Eva í nokkrum ofbeldisfullum samböndum. Meðal annars var hún í sambandi við mann sem kynnti hana fyrir BDSM. Sem Eva segir að hafi í raun ekki verið BDSM þar sem hún fékk engu að ráða um hvar mörkin lágu.

Í viðtalinu sagði Eva að maðurinn hafi verið eldri, á listamannalaunum og hafi haft nógan tíma til að atast í henni. Meðal annars vildi hann að hún gerði þarfir sínar í kattakassa.

Eftir þessa reynslu leiddist Eva út í vændi, en hún var búsett í Danmörku á þeim tíma. Hún segir að sér hafi fundist æðislegt að vera í vændinu, hún hafi búið sér til persónu með annað nafn svo í raun var það ekki hún sem var í vændi. Það var hennar leið til að takast á við raunveruleikann.

„Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt. Ég hef enga trú á því að hamingjusama hóran sé til,“

sagði Eva og kvaðst um leið geta fullyrt að konur sem fara í vændi hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þá greindi hún frá því hvernig kynni hennar af Stígamótum áttu eftir að marka straumhvörf í lífi hennar.

Vændiskaupendur flestir ungir karlmenn

Í viðtali við Þjóðbraut á Hringbraut í liðinni viku nefndi Eva sem dæmi að á meðan hún sótti stuðningshóp hjá Stígamótum þá hafi ein kvennanna í hópnum framið sjálfsvíg.

„Það var mikið sjokk fyrir okkur í hópnum, hún tók líf sitt á meðan hún stóð.“

Hún segir jafnframt erfitt að lifa með afleiðingum þess að hafa stundað vændi:„ Nú seldi ég mig úti í Danmörku þannig að ég er tiltölulega laus við þennan ótta að þurfa að rekast á menn sem hafa brotið á mér einhvers staðar í þjóðfélaginu, núna er þetta lítið þjóðfélag sem við búum í.  En konur sem eru að selja sig á Íslandi, þær búa við þennan ótta. Að rekast á þessa menn úti í samfélaginu, jafnvel í fréttaþáttum í sjónvarpinu.“

Þá sagði hún kaupendur vændis vera ósköp venjulega menn, yfirleitt unga karlmenn.

„Það er einhver svona klámvæðing í þjóðfélaginu. Nú er nýleg grein sem sýnir fram á það að strákar niður í 11 ára gamlir eru farnir að nota klám og á meðan eru ranghugmyndir um að karlar eigi rétt á kynlífi eða að kynlíf sé einhver þörf sem að þurfi að uppfylla. Að það sé þá í lagi að fróa sér á annarri manneskju, að það sé ásættanleg hegðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir