fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Gunnar Þór með einkaleyfi á íslenska „Húh-ið – Vildi græða á bolum Hugleiks sem er mjög ósáttur


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugleikur Dagsson segir að honum hafi borist skilaboð frá ónefndum manni sem tjáði sér að hann ætti víkingaklappið, eða réttara sagt hið íslenska „HÚH!“. Hugleikur segist því ekki mega selja boli þar sem spýtukall segir „HÚH“. Ekki náðist í yfirmann hugverkasviðs hjá Einkaleyfastofu við vinnslu fréttarinnar.

Umræddur maður er Gunnar Þór Andrésson íþróttafræðingur. Samkvæmt heimasíðu Einkaleyfisstofu sótti hann um einkaleyfið þann 7.júlí 2016, þegar EM stóð sem hæst og hver einasti Íslendingur gargaði „HÚ“. Gunnar Þór er með einkaleyfi á slagorðinu á fatnað sem og drykkjarvörur. Hann hafði samband við Hugleik og vildi fá prósentur á seldum varningi sem skartaði slagorðinu.

„Þessa teikningu, sem kallast einfaldlega “HÚ!”, teiknaði ég sumarið 2016. Stuttu síðar prentuðum við hjá vefbúðinni Dagsson.com þennan bol. Voða gaman. Allir sáttir. Seldist vel. En um daginn fengum við skilaboð frá ónefndum manni (Við skulum kalla hann Grinch) sem tjáði okkur að hann ætti orðið “HÚH!” og aðeins hann mætti prenta það á boli. Þetta kom okkur á óvart,“ segir Hugleikur.

Hann furðar sig á því að þetta sé hægt. „Í fyrsta lagi vissum við ekki að það væri hægt að eiga þennan óeiginlega sándeffekt. Við héldum að allir ættu þetta hljóð/orð/hróp. Í öðru lagi hélt ég að við hefðum sjálf stolið víkingaklappinu frá Skotlandi eins og almennilegir víkingar. Í þriðja lagi stendur ekki HÚH! á okkar bol heldur HÚ!. Sem að mínu mati er íslenskari stafsetning en HÚH! því við endum orð ekki á hái hérlendis,“ segir Hugleikur.

Hann hefur ákveðið að reyna að kaupa réttinn á HÚ og deila þeim rétti með þjóðinni.

„Kommon, það er ekki hægt að eiga HÚ! frekar en það sé hægt að eiga fólk eða kveikjara. En þá tjáir einkaleyfastofa okkur að HÚH! og HÚ! sé sama orðið. Þannig að Grinch á bæði HÚH! og HÚ!. Og við megum ekki prenta þessa mynd á boli. Því bara hann má. Því að hann sagði pant ég. Ég skil ekki afhverju hann er að gera ves. Mitt HÚ! þarf ekki að trufla hans HÚH!. Við ættum öll að geta HÚ!að saman. Er það ekki það sem HÚ(H)! gengur útá?,“ spyr Hugleikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“