fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Meint ofbeldi í skóla Hjallastefnunnar: Mál skólastjórans fellt niður

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. júlí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið fellt niður af hálfu Barnaverndar. RÚV greinir frá. Líkt og fram kom í frétt DV í lok júní var umræddur skólastjóri sakaður um ofbeldi gegn barni í skólanum. Stuðningsfulltrúi í skólanum var sömuleiðis sakaður um ofbeldi gegn fjórum ungum drengjum. Mál stuðningsfulltrúans er hins vegar enn til rannsóknar.

Fram kom í frétt DV í lok júní að Barnavernd hefði til rannsóknar mál sem hefði komið upp á Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík þar sem skólastjóri og starfsmaður voru grunaðir um að hafa beitt börn ofbeldi. Ofbeldið var sagt hafa hafa átt sér stað í einhvern tíma. Skólastjóranum og starfsmanninum var báðum vikið ótímabundið frá störfum.

Skólastjórinn mun snúa aftur til starfa í Barnaskólanum á morgun líkt og fram kemur í frétt RÚV. Fram kemur að niðurstaða rannsóknar Barnaverndar sé sú að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar. Er málinu því lokið.

Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar segir starfsmannahóp og stjórnendur skólans óneitanlega hafa tekið málið nærri sér, og það sama gildi um foreldra og nemendur skólans. Nefnir hún einnig að það sæe vissara að rannaka mál af þessu tagi áður en fjölmiðlaumfjöllun á sér stað.

„En auðvitað ætti það ekki að vera þannig því það er alltaf sjálfsagt að ef minnsti grunur vaknar hjá einhverjum um að einhverju sé ábótavant þá ber alltaf að skoða það. Í nánast öllum tilvikum fer sú skoðun fram án þess að fjölmiðlar komi að málinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð