Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn ritstjóri helgarblaðs DV við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Björn Ingi Hrafnsson verður ritstjóri Eyjunnar. Kristjón Kormákur Guðjónsson lét af störfum sem ritstjóri DV fyrir tveimur vikum og verður nú ritstjóri dv.is og Pressunnar.
Þá hefur Einar Þór Sigurðsson verið ráðinn aðstoðarritstjóri dv.is og Pressunnar. Á næstunni verða kynntar margháttaðar aðgerðir og breytingar á útliti helgarblaðs DV sem og nýir efnisþættir og pistlahöfundar. Þá verður nýtt dv.is sett í loftið á næstunni auk þess sem verið er að þróa snjallsímauppfærslu fyrir Eyjuna.
Vefmiðlar Vefpressunnar hafa verið í mikilli sókn undanfarið og dv.is og Pressan í þriðja og fjórða sæti yfir vinsælustu miðla landsins á eftir Morgunblaðinu og Vísi. Síðustu vikur hefur aðsókn aukist mikið á alla miðla Vefpressunnar.