fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Grunur um ofbeldi gegn nemendum í Barnaskóla Hjallastefnunnar

Skólastjóra og starfsmanni vikið ótímabundið frá störfum – Grunur um ofbeldi á hendur minnst fjórum drengjum

Auður Ösp
Fimmtudaginn 29. júní 2017 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnavernd rannsakar nú mál sem komið hefur upp á Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík þar sem skólastjóri og starfsmaður eru grunaðir um að hafa beitt börn ofbeldi. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir fulltrúi Hjallastefnunnar segir í samtali við fréttir Stöðvar 2 í kvöld að málið sé mikið áfall fyrir starfsmenn skólans.

Skólastjóranum og starfsmanninum hefur báðum verið vikið ótímabundið frá störfum. Umræddur starfsmaður hefur starfað sem stuðningsfulltrúi í hópi 9 ára drengja i skólanum.

Fram kemur að fyrir tveimur vikum hafi forsvarsmönnum Hjallastefnunnar borist tilkynning frá foreldri barns í skólanum þar sem fram kom að starfsmaður hefði beitt barnið ofbeldi. Í kjölfarið hafi komið í ljós að um fleiri tilvik væri hugsanlega að ræða. Grunur leikur á að minnst fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi.

„Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála í samtali við Stöð 2 og bætti við að hún hefði þó ekki fengið beinar upplýsingar um málið frá barnaverndarnefnd. Þá tók hún jafnframt fram að ekki sé um kynferðisofbeldi að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð