fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Valgerður Sverrisdóttir: Kaupin eins og æfingabúðir fyrir Al-Thani fléttuna

„Ég held að öll þjóðin standi á öndinni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2017 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að öll þjóðin standi á öndinni,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, sem var ráðherra bankamála þegar Búnaðarbankinn var seldur árið 2003. Hún horfði á blaðamannafundinn í Iðnó í beinni útsendingu, eins og aðrir landsmenn. Hún segir að þessar upplýsingar – að ekki hafi allt verið með felldu – hafi smátt og smátt verið að koma fram í dagsljósið. „Maður trúði því lengi vel að þetta hefðu verið eðlileg viðskipti. Maður hafði engar aðrar upplýsingar.

Hún bendir á að stjórnvöld hafi fengið alþjóðlegt fyrirtæki, HSBC, til að ráðleggja sér varðandi söluna. „Og við greiddum fúlgur fjár fyrir þær ráðleggingar. En þetta virðist ekkert hafa verið skoðað.“

Ólafur Ólafsson virðist hafa verið lykilmaður í fléttunni. Á myndinni eru líka aðrir Íslendingar sem að málinu komu.
Lykilmenn Ólafur Ólafsson virðist hafa verið lykilmaður í fléttunni. Á myndinni eru líka aðrir Íslendingar sem að málinu komu.

Spurð hvort hún líti á afhjúpun rannsóknarnefndarinnar sem persónulegt áfall fyrir sig segir hún að það sé alltaf gott að vera vitur eftirá. Margt hafi greinilega farið úrskeiðis. Hún bendir á að einkavæðingarnefnd hafi verið sá aðili sem sá um framkvæmdina og hún hafi heyrt undir forsætisráðuneytið. Nefndin hafi ráðið þessa ráðgjafa.

Valgerður segir að að sumu leyti sé gott að þetta sé komið fram. Hún kallar eftir því að sambærileg rannsókn verði gerð á sölu Landsbankans.

Hún segir að þær fléttur sem átt hafi sér stað í tengslum við söluna séu vart fyrir venjulegt fólk að skilja. Hún segir málið lykta af markaðsmisnotkun. Einbeittur brotavilji virðist hafa ráðið ríkjum, enda hafi til að mynda verið gefnar út fréttatilkynningar sem voru beinlínis ósannar. „Kannski má segja að þetta líkist svolítið Al-Thani-málinu, sem kemur svo síðar. Þetta hafa verið æfingabúðir fyrir það mál held ég.“

Niðurstöður nefndarinnar eru mjög afgerandi.
Frá blaðamannafundinum Niðurstöður nefndarinnar eru mjög afgerandi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi