Víkingasveitin var kölluð á vettvang
Í kvöld barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um skothvell í Fossvogi. Þegar mest var voru fimm lögreglubílar á vettvangi, þar af einn frá sérsveit ríkislögreglustjóra.
Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við DV að enn hafi enginn gefið sig fram hvað varðar skotvopnið og verið sé að klára vinnu á vettvangi:
„Það var viðbúnaður hjá okkur í samræmi við tilkynninguna sem barst í kvöld. Nú er málið í rannsókn og þetta verður kannað betur á morgun.“